Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki

Upp­hæð­in verð­ur fimm þús­und krón­um lægri en lof­að var. Styrk­irn­ir áttu að nýt­ast til tóm­stunda í sum­ar en það gekk ekki eft­ir. Fjár­heim­ild lá fyr­ir í sex mán­uði án þess að vera nýtt.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki
Loks opnað eftir hálfs árs töf Loks hefur verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til barna frá tekjulágum heimilum. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn frá tekjulágum heimilum. Um er að ræða efndir á loforði ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í aðgerðapakka 2 vegna COVID-19 frá því í apríl.  Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Það gekk ekki eftir.

Stundin greindi frá því í september að ekki hefði verið staðið við loforð um frístundastyrki þrátt fyrir að í fjáraukalögum, sem voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn, hefði verið heimild upp á 600 milljónir króna í sértækan stuðning til sveitarfélaga til að veita styrki til tekjulágra heimila í því skyni að öll börn gætu stundað íþróttir og aðrar tómstundir óháð efnahag. Fjárheimild hefur því legið fyrir í sex mánuði án þess að vera nýtt.

Samkvæmt svörum frá félagsmálaráðuneytinu til Stundarinnar í september var stefnt að því að opna fyrir umsóknir í októbermánuði. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en nú.

Styrkirnir sem um ræðir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaganna. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn fædd á árunum 2005-2014 sem búa á heimili þar sem heildartekjur heimilis voru að meðaltali lægri en 740 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkjanna.

Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrknum, sem nemur 45 þúsund krónum á barn. Það er lægri upphæð en lofað var í kynningu á aðgerðum að upphæðin yrði 50 þúsund krónur á barn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár