Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi rekur fyrirtækið Félagsráðgjafinn ásamt því að starfa að endurhæfingu og hefur í áratugi aðstoðað fjölskyldur og einstaklinga. Hún segir að bæði erfðir og umhverfi ráði því hvernig aðstæður viðhaldist á milli kynslóða ef svo má að orði komast.
„Við höfum tilhneigingu til að vera viðkvæmari á ákveðnum sviðum hvað erfðafræðina varðar, eins og við erfum frá foreldrum okkar augnlit, útlit og jafnvel sjúkdóma, hvort sem það er til dæmis brakkagenið eða alkóhólismi. Félagslega umhverfið og það hvernig fólk er alið upp spilar þar inn í. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, alveg sama hvort foreldrarnir ætlast til þess eða ekki. Foreldrar geta til dæmis verið með mikinn áróður gegn reykingum og drykkju en börnin taka miklu meira mark á því sem foreldrarnir gera. Þannig að ef foreldrar segja að barnið eigi aldrei að reykja og drekka þá aukast líkurnar á að barnið geri það …
Athugasemdir