Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áföll erfast á milli kynslóða

Börn sem al­ast upp í óheil­brigðu um­hverfi eru gjarn­an með sjálfs­mynd sem er sködd­uð, þar sem þau trúa því að þau séu ekki nógu góð og gef­ast upp áð­ur en þau hefja bar­átt­una fyr­ir betra lífi.

Áföll erfast á milli kynslóða

Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi rekur fyrirtækið Félagsráðgjafinn ásamt því að starfa að endurhæfingu og hefur í áratugi aðstoðað fjölskyldur og einstaklinga. Hún segir að bæði erfðir og umhverfi ráði því hvernig aðstæður viðhaldist á milli kynslóða ef svo má að orði komast.

„Við höfum tilhneigingu til að vera viðkvæmari á ákveðnum sviðum hvað erfðafræðina varðar, eins og við erfum frá foreldrum okkar augnlit, útlit og jafnvel sjúkdóma, hvort sem það er til dæmis brakkagenið eða alkóhólismi. Félagslega umhverfið og það hvernig fólk er alið upp spilar þar inn í. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, alveg sama hvort foreldrarnir ætlast til þess eða ekki. Foreldrar geta til dæmis verið með mikinn áróður gegn reykingum og drykkju en börnin taka miklu meira mark á því sem foreldrarnir gera. Þannig að ef foreldrar segja að barnið eigi aldrei að reykja og drekka þá aukast líkurnar á að barnið geri það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár