„Ég man ekki mikið eftir æsku minni; ég man brot og brot,“ segir Jóhanna Ósk Þrastardóttir og tengir það við að hún var lögð í einelti öll grunnskólaárin. Hún skipti þrisvar sinnum um skóla vegna flutninga. „Mamma sagði að þegar ég var í einum skólanum hefði ég komið grátandi heim næstum því á hverjum degi. Hún sagði að mér hefði liðið það illa.
Ég og vinkona mín vorum lagðar í einelti í 6. bekk af tveimur strákum; þeir áttu það til að uppnefna okkur og henda grjóti í okkur. Þeir kölluðu mig hross og settu út á útlit mitt og líkamsbyggingu en ég var með stórar framtennur sem barn. Ég sé það í dag að þeir áttu sjálfir rosalega erfitt.“ Jóhanna segir að vegna uppnefnisins hafi hún aldrei brosað svo að sæist í tennurnar fyrr en fyrir nokkrum árum. „Það eru ekkert allir unglingar myndarlegir og ég var ómyndarleg að …
Athugasemdir