Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tengir þunglyndi og kvíða við eineltið

Jó­hanna Ósk Þrast­ar­dótt­ir var á grunn­skóla­ár­un­um lögð í mik­ið einelti. Áhrif­in voru átrösk­un í níu ár og svo glím­ir hún í dag við lé­legt sjálfs­traust, þung­lyndi, kvíða og fé­lags­fælni.

Tengir þunglyndi og kvíða við eineltið
Jóhanna Ósk Þrastardóttir Jóhanna Ósk segir að margir geri sér ekki grein fyrir hve mannskemmandi einelti getur verið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég man ekki mikið eftir æsku minni; ég man brot og brot,“ segir Jóhanna Ósk Þrastardóttir og tengir það við að hún var lögð í einelti öll grunnskólaárin. Hún skipti þrisvar sinnum um skóla vegna flutninga. „Mamma sagði að þegar ég var í einum skólanum hefði ég komið grátandi heim næstum því á hverjum degi. Hún sagði að mér hefði liðið það illa.

Ég og vinkona mín vorum lagðar í einelti í 6. bekk af tveimur strákum; þeir áttu það til að uppnefna okkur og henda grjóti í okkur. Þeir kölluðu mig hross og settu út á útlit mitt og líkamsbyggingu en ég var með stórar framtennur sem barn. Ég sé það í dag að þeir áttu sjálfir rosalega erfitt.“ Jóhanna segir að vegna uppnefnisins hafi hún aldrei brosað svo að sæist í tennurnar fyrr en fyrir nokkrum árum. „Það eru ekkert allir unglingar myndarlegir og ég var ómyndarleg að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sögur af einelti

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár