Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, bjó í Reykjavík fyrstu 10 ár ævinnar og var glatt og hamingjusamt barn. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og þá breyttist allt þar sem hópur stráka í skólanum fór að leggja hann í einelti þegar hann var 11 ára.
„Í árganginum sem ég var í voru drengir sem áttu mjög erfitt.“ Davíð Þór segir að hópurinn hafi verið ógnvaldur á skólalóðinni og að hann sjálfur og nokkrir aðrir hafi legið vel við höggi. „Sumir fóru síðar út í mikla óreglu og jafnvel ofbeldi. Svo voru í hópnum strákar sem ég held að séu siðblindir.“
Davíð Þór segir að eineltið hafi ágerst jafnt og þétt. „Þetta byrjaði með orðum, svo var farið að sitja fyrir manni á leiðinni heim úr skólanum, skólataskan mín var fyllt með snjó og snjó troðið inn á mig og ég var laminn. Hann má eiga það, drengurinn sem lamdi …
Athugasemdir