Hún kemur fyrir sjónir sem glæsileg, snyrtilega klædd og vel förðuð ung kona, en augljóslega undir áhrifum og svolítið óskýr í tali. Hún býr í húsnæði borgarinnar fyrir heimilislausar konur og er þar með sérherbergi. Áður bjó hún í Konukoti þar sem hún þurfti að fara út á morgnana og mátti ekki koma aftur fyrr en á kvöldin.
Við köllum hana Önnu. Það er ekki hennar rétta nafn, en hún treystir sér ekki til þess að stíga fram undir nafni og mynd. Anna er ein þriggja systra, en móðir þeirra var í neyslu og þær fluttu oft á milli staða. Rótleysið var mikið. Innt eftir því hvort hægt sé að ræða við móður hennar svarar Anna: „Hún hefur nóg að gera. Ég er ekkert viss um að hún nenni að tala við þig. Hún er að fara að gifta sig og er í vinnu og námi. En ég skal spyrja …
Athugasemdir