Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.

Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“

Hún kemur fyrir sjónir sem glæsileg, snyrtilega klædd og vel förðuð ung kona, en augljóslega undir áhrifum og svolítið óskýr í tali. Hún býr í húsnæði borgarinnar fyrir heimilislausar konur og er þar með sérherbergi. Áður bjó hún í Konukoti þar sem hún þurfti að fara út á morgnana og mátti ekki koma aftur fyrr en á kvöldin. 

Við köllum hana Önnu. Það er ekki hennar rétta nafn, en hún treystir sér ekki til þess að stíga fram undir nafni og mynd. Anna er ein þriggja systra, en móðir þeirra var í neyslu og þær fluttu oft á milli staða. Rótleysið var mikið.  Innt eftir því hvort hægt sé að ræða við móður hennar svarar Anna: „Hún hefur nóg að gera. Ég er ekkert viss um að hún nenni að tala við þig. Hún er að fara að gifta sig og er í vinnu og námi. En ég skal spyrja …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár