Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ekkert gler endurunnið á Íslandi í yfir 30 ár þrátt fyrir ítrekuð loforð

Ís­land hef­ur gerst brot­legt við EES samn­ing­inn vegna end­ur­vinnslu á gleri.

Ísland er eina ríki Evrópu sem endurvinnur ekkert af sínum glerúrgangi. Í þau rúmlega 30 ár sem safnað hefur verið gleri hér á Íslandi fer ekkert af því til endurvinnslu. Fyrstu markmið Evrópusambandsins voru sett árið 2001, en þá var krafa um að ná 15% af öllu gleri í endurvinnslu. Það markmið var svo hækkað umtalsvert árið 2012, eða upp í 60%. Ísland hefur aldrei verið nálægt þeim markmiðum. Markmiðin hækka svo í 75% fyrir árið 2030.

Gler endurnýtt á Íslandi til að stöðva rottugang

Árið 1989 hóf Endurvinnslan hf. starfsemi, það sama ár gat fólk skilað inn gosflöskum úr gleri og fengið greitt fyrir. Hér áður fyrr tóku gosframleiðendur aftur við flöskum. Þær flöskur voru þvegnar og notaðar aftur í framleiðsluferlinu hjá þeim. Það ferli hætti og urðu því allar glerumbúðir einnota. Árið 2016 hóf Sorpa loks að setja upp grenndargáma víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem íbúar þess …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár