Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna uppfærða aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í umsögnum sínum á samráðsgátt stjórnvalda. Gagnrýnin felst einna helst í veikri stjórnsýslu, vöntun á hærra kolefnisgjaldi og skorti á lögbindingu á markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig gagnrýna samtökin loftslagsráð fyrir að sýna stjórnvöldum ekki nægilegt aðhald og Grænvang, samstarfsvettvang atvinnulífsins og stjórnvalda í loftslagsmálum, fyrir að huga að markaðssetningu grænna lausna frekar en að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis.
Skýrsla Capacent um stjórnsýslu loftslagsmála leiðir í ljós að ekki er hægt að tala um eiginlega stjórnsýslu í loftslagsmálum hér á landi og að loftslagsráð þurfi að vera sjálfstætt frá hagsmunaaðilum og stjórnvöldum. Skýrslan kemur einnig inn á að hlutverk Grænvangs sé fyrst og fremst að markaðssetja sig erlendis.
Samtök atvinnulífsins styðja hins vegar aðgerðaáætlunina í sinni umsögn en gagnrýna að ekki sé tekið mið af starfi Grænvangs við mótun hennar. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, leggur til nýtt …
Athugasemdir