Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aðgerðaáætlunin veik og stjórnsýslan með

Um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök segja að­gerða­áætl­un stjórn­valda ekki ganga nógu langt til að ná mark­mið­um sín­um um kol­efn­is­laust Ís­land 2040. Þá segja sam­tök­in lofts­lags­ráð ekki veita stjórn­völd­um nægt að­hald og að Græn­vang­ur hugi einna fremst að mark­aðs­mál­um frem­ur en sam­drætti í los­un.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna uppfærða aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í umsögnum sínum á samráðsgátt stjórnvalda. Gagnrýnin felst einna helst í veikri stjórnsýslu, vöntun á hærra kolefnisgjaldi og skorti á lögbindingu á markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig gagnrýna samtökin loftslagsráð fyrir að sýna stjórnvöldum ekki nægilegt aðhald og Grænvang, samstarfsvettvang atvinnulífsins og stjórnvalda í loftslagsmálum, fyrir að huga að markaðssetningu grænna lausna frekar en að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis. 

Skýrsla Capacent um stjórnsýslu loftslagsmála leiðir í ljós að ekki er hægt að tala um eiginlega stjórnsýslu í loftslagsmálum hér á landi og að loftslagsráð þurfi að vera sjálfstætt frá hagsmunaaðilum og stjórnvöldum. Skýrslan kemur einnig inn á að hlutverk Grænvangs sé fyrst og fremst að markaðssetja sig erlendis. 

Samtök atvinnulífsins styðja hins vegar aðgerðaáætlunina í sinni umsögn en gagnrýna að ekki sé tekið mið af starfi Grænvangs við mótun hennar. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, leggur til nýtt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár