Konan sem hér segir frá glímdi lengi við fíknivanda. Rétt eins og móðir hennar sem reykti hass. Þótt hún hafi náð sér á strik, sé búin að vera allsgáð um árabil, í góðu starfi og vísindatengdu meistaranámi, þá kom það ekki í veg fyrir að dætur hennar fylgdu í fótspor mæðranna. Ein þeirra er enn í neyslu og býr nú á götunni.
„Mamma á allan heiður skilinn en lífið var töff,“ segir konan sem bjó við mikið rótleysi í æsku. „Mamma var fátæk og vann mikið. Það var lítið öryggi. Ég var lyklabarn eins og fleiri á þessum árum og við fluttum oft. Mamma faldi neysluna fyrir mér, en ég var rosalega stressað og óttaslegið barn. Ég hafði miklar fjárhagsáhyggjur fyrir hönd mömmu og mig dreymdi um að vinna í lottóinu til að geta keypt hús og greitt skuldirnar hennar. Stundum lét ég mömmu ekki vita ef eitthvað í skólanum …
Athugasemdir