Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirtæki Reykjavíkurborgar gagnrýnt í rannsókn: Mistök gerð við malbikun á slysstað á Kjalarnesi

Mal­bik mal­bik­un­ar­stöðv­ar­inn­ar Höfða stenst ekki gæða­kröf­ur. Pawel Bartozek, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar og stjórn­ar­formað­ur Höfða, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að svara rann­sókn Vega­gerð­ar­inn­ar á mis­tök­um Höfða.

Fyrirtæki Reykjavíkurborgar gagnrýnt í rannsókn: Mistök gerð við malbikun á slysstað á Kjalarnesi
Fyrirtæki Reykjavíkurborgar gagnrýnt Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, sem framleiðir malbik, er gagnrýnt fyrir að upplifa ekki gæðakröfur í rannsókn Vegagerðarinnar. Malbikið er of sleipt og í því myndast of auðveldlega hjólför en bæði atriðin geta aukið slysahættu. Mynd: Shutterstock

Malbikunarstöðin Höfði, fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, braut útboðsreglur Vegagerðarinnar ítrekað þegar það seldi verktakanum Loftorku malbik sem stóðst ekki kröfur. Rannsóknir Malbikunarstöðvarinnar sjálfrar sýndu að malbikið væri undir kröfum, en samt brást það seint við og hélt ítrekað áfram að framleiða malbik sem stóðst ekki kröfur.

Stundin hefur heimildir fyrir því að fjöldi verktaka hafi kvartað undan gæðum malbiksins sem stöðin framleiðir og jafnvel í einhverjum tilfellum skilað því. Margir verktakar sem Stundin ræddi við eru hræddir við að kvarta vegna gæða malbiksins frá Malbikunarstöðinni Höfða þar sem Reykjavíkurborg er eigandi fyrirtækisins.

Tveir einstaklingar létust á Kjalarnesi þann 28. júní síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að malbik frá fyrirtækinu var lagt þar.  

Vegagerðin sendi frá sér fyrstu niðurstöður í áframhaldandi rannsókn á gæðum malbiks sem hefur verið lagt fyrir stofnunina. Niðurstöðurnar sýndu að í öllum þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð að malbikið var gallað.

Gallinn var sá að holrými …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár