Malbikunarstöðin Höfði, fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, braut útboðsreglur Vegagerðarinnar ítrekað þegar það seldi verktakanum Loftorku malbik sem stóðst ekki kröfur. Rannsóknir Malbikunarstöðvarinnar sjálfrar sýndu að malbikið væri undir kröfum, en samt brást það seint við og hélt ítrekað áfram að framleiða malbik sem stóðst ekki kröfur.
Stundin hefur heimildir fyrir því að fjöldi verktaka hafi kvartað undan gæðum malbiksins sem stöðin framleiðir og jafnvel í einhverjum tilfellum skilað því. Margir verktakar sem Stundin ræddi við eru hræddir við að kvarta vegna gæða malbiksins frá Malbikunarstöðinni Höfða þar sem Reykjavíkurborg er eigandi fyrirtækisins.
Tveir einstaklingar létust á Kjalarnesi þann 28. júní síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að malbik frá fyrirtækinu var lagt þar.
Vegagerðin sendi frá sér fyrstu niðurstöður í áframhaldandi rannsókn á gæðum malbiks sem hefur verið lagt fyrir stofnunina. Niðurstöðurnar sýndu að í öllum þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð að malbikið var gallað.
Gallinn var sá að holrými …
Athugasemdir