Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kaupsýslumaður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda gegn Covid-19

Ole Ant­on Bielt­vedt birt­ir heil­síðu­aug­lýs­ingu í Morg­un­blað­inu þess efn­is að stjórn­völd hafi gert hrap­aleg mis­tök í bar­áttu sinni við Covid-19 veiruna

Kaupsýslumaður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda gegn Covid-19

Ole Anton Bieltvedt, kaupsýslumaður, hefur keypt heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag 6. október, til að varpa fram skoðun sinni á Covid-19, sem er sú að stjórnvöld taki of hart á veirunni sem að hans mati er ekki svo skæð. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Þegar hræðsla og þráhyggja taka völdin af vitinu og keyra þjóðfélagið og ríkissjóð á hliðina,“ og er í formi yfirlýsingar. Undir yfirlýsingunni titlar Ole sig sem formann samtakanna, Félagasamtök um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Yfirlýsingunni er skipt í þrettán hluta sem hver fjallar um mistök sem hafa að hans mati verið gerð af hálfu stjórnvalda í baráttunni við Covid 19. Ole segir sóttvarnalækni og ráðherra hafa gert „hrapaleg mistök“ þegar fyrirkomulagi við landamærin var breytt. „Sóttvarnalæknir og ráðherrar vissu vitaskuld, að þessi ákvörðun og aðgerð jafngilti lokun landsins fyrir ferðamönnum, og þá um leið, endanlegt rothögg á það sem eftir lifði ferðaþjónustunnar og tengdrar starfsemi, en létu sig samt hafa það. Eins og ekkert annað kæmist að eða hefði þýðingu, en meintar COVID-sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. 

Hann bendir á að þegar landamærunum var lokað voru 77 virk smit. Í framhaldi segir hann að sjö sinnum fleiri aðilar, eða 562, séu nú með virkt smit, þrátt fyrir lokun landamæranna sem átti að draga úr smitum. Smitum hefur fjölgað umtalsvert síðan auglýsingunni var skilað inn í gær og eru nú 747. „Og mönnum til mikillar undrunar, virðast þeir, sem að standa og ábyrgð bera, sóttvarnalæknir, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra, ekkert læra; berja bara höfðinu við steininn,“ segir í yfirlýsingunni frá Ole Anton.

„Ef það er viðurkennt og staðfest, að veiran sé orðin miklu mildari, þá verði erfiðara að stjórna fólkinu“

Að hans mati er heilbrigðisráðherra orðinn að „undirskriftafulltrúa sóttvarnarlæknis“ og minnir lesendur á að sóttvarnarlæknir var ráðinn til að stjórna sóttvörnum en ekki öðru og að ráðherrar hafi verið kjörnir til að stjórna landinu. „Ekki er vitað til þess, að heilbrigðisráðherra hafi gert annað en að árita minnisblöð sóttvarnarlæknis og þar með breytt þeim í reglugerðir.“

Í dag eru fjórir á gjörgæslu vegna covid-19, 15 dvelja á spítala og 747 eru í einangrun heima hjá sér með virk smit. Þá eru ríflega 3.500 í sóttkví þar sem þeir gætu hafa komist í tær við smit. En Ole Anton fullyrðir að veiran sé orðin veikari þar sem dánartíðnin sé lægri nú en í vor og segir stjórnvöld leyna þeirri staðreynd til að hafa taumhald á almenningi. „Af hverju viðurkenna stjórnvöld ekki, að veiran sé orðin miklu mildari og hættuminni? Annars vegar, hygg ég, að sóttvarnalæknir og ráðherrar óttist, að gera mistök, séu þá hrædd um sitt eigið skinn, sem kannske má skilja, og, hins vegar, er sú hræðsla eflaust fyrir hendi, að, ef það er viðurkennt og staðfest, að veiran sé orðin miklu mildari, þá verði erfiðara að stjórna fólkinu; halda valdinu yfir því. Mikil völd hafa spillt ýmsum í gegnum tíðina.“

Sömuleiðis segir hann að Covid sé langt frá því að sprengja heilbrigðiskerfið og að starfsmenn heilbrigðiskerfisins fjölyrði um of um bága stöðu spítalans í fjölmiðlum. Hann segir umfjöllun um Covid „tröllríða fréttaflutningi og fjölmiðlum, eins og ekkert annað hafi skipt neinu verulegu máli“.

„Bráðsmitandi er veiran greinilega ekki um þessar mundir“

Hann spyr hvaða máli tölur um smit og sóttkví skipti þegar flestir sem veikjast séu, að hans sögn, aðeins með léttvæga flensu. „Það eru margir sjúkdómar miklu skæðari, hættulegri og banvænni en COVID, nú í 2. bylgju. Ætti þá ekki að fara að tína til alla daglega þróun í kringum þá?“ spyr hann. 

Ole segir veiruna ekki bráðsmitandi og nefnir dæmi úr sínu eigin umhverfi. „Þar sem rúmlega tvítug stúlka smitaðist, en heimsótti frænku sína og eiginmann, fólk á áttræðis aldri, daginn áður en hún veiktist. (Hún)kjassaði þau og faðmaði, án þess, að þau smituðust. Móðir stúlkunnar, kona á sextugs aldri, en þær búa saman, smitaðist heldur ekki. Bráðsmitandi er veiran greinilega ekki um þessar mundir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár