Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umsjónarmaður sóttvarnarhússins segir gesti Gistiskýlisins eiga skilið betra úrræði

Ung­ir, heim­il­is­laus­ir karl­ar sem glíma við fíkni­vanda hafa þurft að sækja sótt­varn­ar­hús­ið eft­ir covid-smit í Gisti­skýl­inu á Granda. Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjóna­mað­ur sótt­varn­ar­húss­ins, seg­ir gest úr gisti­skýl­inu hafa geng­ið úr hús­inu og þar með brot­ið sótt­kví. Hann seg­ir enn­frem­ur að þess­ir að­il­ar gætu hlot­ið betri þjón­ustu ann­ars stað­ar.

Umsjónarmaður sóttvarnarhússins segir gesti Gistiskýlisins eiga skilið betra úrræði

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónamaður sóttvarnahússins á Rauðarárstíg, segir að gestir gistiskýlisins á Granda eigi skilið betra úrræði en að vera í húsi sem getur ekki sinnt þeim. Gistiskýlinu, sem er neyðarhýsing fyrir heimilislausa karla undir þrítugu, var lokað í fyrrardag vegna covid-smits. Það þýðir að hópur heimilislausra manna, sem sumir eru í neyslu, hafa þurft að sækja hýsingu í sóttvarnarhúsið á Rauðarárstíg ásamt öðrum í sóttkví án athvarfs.

Gestur Gistiskýlisins á Granda, sem dvelur nú í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg, gekk út úr húsinu í gær eftir að hafa átt í orðaskiptum við starfsmenn hússins í gær. 

Starfsmenn hússins gerðu þá lögreglu viðvart sem fann hann skömmu síðar nálægt sóttvarnarhúsinu. Aðilinn sem um ræðir samþykkti svo sjálfur að snúa til baka og halda sig í sóttkví. 

„Það voru ekki átök sem slík“

Gylfi Þór Þorsteinsson segir í samtali við Stundina að ekki sé rétt að um átök hafi verið að ræða eins og kom fram í dagbók lögreglu. „Það voru ekki átök sem slík. Þetta er eitthvað sem dagbók lögreglu setur fram, en það voru ekki slagsmál, það var enginn sem meiddist eða neitt slíkt.“

Hann segir aðilann sem gekk út hafa verið ósáttann við að fá ekki að vera frjáls ferða sinna og þar af leiðandi ekki getað nálgast þau vímuefni sem hann teldi sig þarfnast.

Hann segir að aðilinn hafi gengið út því ekki sé hægt að neyða neinn til að vera í sóttkví, þó svo að það séu ákveðin tilmæli að fólk virði þær reglur sem um sóttkví gilda. „Þessi einstaklingur virti það ekki. Það var talað við hann á þeim stað sem hann náðist og hann fenginn til að koma til baka og hefur verið til fyrirmyndar síðan.“

Gylfi segir starfsmenn Sóttvarnarhússins koma til móts við gesti Gistiskýlisins með öllum þeim tiltæku ráðum sem til eru. „Sumt tekur lengri tíma,“ segir hann þá. „Við erum með fíknigeðdeildina okkur til aðstoðar sem veitir þeim viðeigandi meðferð. Í þesssu tilfelli kemur inn stór hópur manna með mismunandi sögu og þarfir sem tekur tíma að vinna í.“

Aðspurður hvort þessi hópur þurfi sérúrræði svarar hann játandi. „Þeir þurfa meiri umönnun en við getum veitt þeim. Við erum með full hús nú þegar. Þessi hópur þarf alla þá aðstoð sem hægt er að veita þeim. Spurningin er sú hvort það sé betra fyrir þessa einstaklinga að þessi aðstoð verði veitt annarsstaðar en hér,“ segir hann og bætir síðan við að ef húsið væri ekki fullt væri líklega hægt að veita þeim betri þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
6
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár