Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umsjónarmaður sóttvarnarhússins segir gesti Gistiskýlisins eiga skilið betra úrræði

Ung­ir, heim­il­is­laus­ir karl­ar sem glíma við fíkni­vanda hafa þurft að sækja sótt­varn­ar­hús­ið eft­ir covid-smit í Gisti­skýl­inu á Granda. Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjóna­mað­ur sótt­varn­ar­húss­ins, seg­ir gest úr gisti­skýl­inu hafa geng­ið úr hús­inu og þar með brot­ið sótt­kví. Hann seg­ir enn­frem­ur að þess­ir að­il­ar gætu hlot­ið betri þjón­ustu ann­ars stað­ar.

Umsjónarmaður sóttvarnarhússins segir gesti Gistiskýlisins eiga skilið betra úrræði

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónamaður sóttvarnahússins á Rauðarárstíg, segir að gestir gistiskýlisins á Granda eigi skilið betra úrræði en að vera í húsi sem getur ekki sinnt þeim. Gistiskýlinu, sem er neyðarhýsing fyrir heimilislausa karla undir þrítugu, var lokað í fyrrardag vegna covid-smits. Það þýðir að hópur heimilislausra manna, sem sumir eru í neyslu, hafa þurft að sækja hýsingu í sóttvarnarhúsið á Rauðarárstíg ásamt öðrum í sóttkví án athvarfs.

Gestur Gistiskýlisins á Granda, sem dvelur nú í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg, gekk út úr húsinu í gær eftir að hafa átt í orðaskiptum við starfsmenn hússins í gær. 

Starfsmenn hússins gerðu þá lögreglu viðvart sem fann hann skömmu síðar nálægt sóttvarnarhúsinu. Aðilinn sem um ræðir samþykkti svo sjálfur að snúa til baka og halda sig í sóttkví. 

„Það voru ekki átök sem slík“

Gylfi Þór Þorsteinsson segir í samtali við Stundina að ekki sé rétt að um átök hafi verið að ræða eins og kom fram í dagbók lögreglu. „Það voru ekki átök sem slík. Þetta er eitthvað sem dagbók lögreglu setur fram, en það voru ekki slagsmál, það var enginn sem meiddist eða neitt slíkt.“

Hann segir aðilann sem gekk út hafa verið ósáttann við að fá ekki að vera frjáls ferða sinna og þar af leiðandi ekki getað nálgast þau vímuefni sem hann teldi sig þarfnast.

Hann segir að aðilinn hafi gengið út því ekki sé hægt að neyða neinn til að vera í sóttkví, þó svo að það séu ákveðin tilmæli að fólk virði þær reglur sem um sóttkví gilda. „Þessi einstaklingur virti það ekki. Það var talað við hann á þeim stað sem hann náðist og hann fenginn til að koma til baka og hefur verið til fyrirmyndar síðan.“

Gylfi segir starfsmenn Sóttvarnarhússins koma til móts við gesti Gistiskýlisins með öllum þeim tiltæku ráðum sem til eru. „Sumt tekur lengri tíma,“ segir hann þá. „Við erum með fíknigeðdeildina okkur til aðstoðar sem veitir þeim viðeigandi meðferð. Í þesssu tilfelli kemur inn stór hópur manna með mismunandi sögu og þarfir sem tekur tíma að vinna í.“

Aðspurður hvort þessi hópur þurfi sérúrræði svarar hann játandi. „Þeir þurfa meiri umönnun en við getum veitt þeim. Við erum með full hús nú þegar. Þessi hópur þarf alla þá aðstoð sem hægt er að veita þeim. Spurningin er sú hvort það sé betra fyrir þessa einstaklinga að þessi aðstoð verði veitt annarsstaðar en hér,“ segir hann og bætir síðan við að ef húsið væri ekki fullt væri líklega hægt að veita þeim betri þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár