Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mataræði og neysla vega meira en umferðin í Reykjavík

Bann við meng­andi bíl­um og upp­bygg­ing Borg­ar­línu mun minnka veru­lega mælt kol­efn­is­spor í Reykja­vík.

Mataræði og neysla vega meira en umferðin í Reykjavík
Bílaumferð Stærsti áhrifavaldurinn í mælingum EFLU á kolefnissporinu í Reykjavík er umferð einkabíla, en ómæld matarneysla og önnur neysludrifin mengun er þó mun meiri. Mynd: Shutterstock

Mikil tækifæri eru í því að bæta upplýsingagjöf varðandi kolefnislosun Reykvíkinga, samkvæmt minnisblaði Eflu um loftslagsbókhald Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019.

Í minnisblaðinu kemur fram að greind losun sé langmest frá bílaumferð, eða 280 þúsund tonn. Hins vegar má gera ráð fyrir því að matarneysla leiði af sér kolefnisspor upp á 451 þúsund tonn og önnur neysla og losun upp á 484 þúsund tonn til viðbótar. Kolefnisbókhald borgarinnar nær hins vegar ekki yfir þessi gildi.

Þegar litið er til þeirrar losunar sem bókhaldið nær yfir má sjá að stærstur hluti útblásturs á gróðurhúsalofttegundum innan borgarmarka Reykjavíkur, eða vegna starfsemi innan borgarmarka, á sér stað vegna samgangna. Samgöngur í heild sinni vega 52 prósent af allri skrásettri losun í Reykjavík eða 338.161 tonni CO2 ígilda. Næst á eftir samgöngum í losun er byggingariðnaður sem nemur 15 prósentum.

Stærsti hluti losunar sem rekja má til samgangna er vegna  fólksbifreiða, eða 204.061 tonn CO2 ígilda. Til samanburðar má nefna að losun sendibíla nemur 26 þúsund tonnum CO2 ígilda.

Þá kemur fram að kolefnislosun búfjár nemur um 2.800 tonn innan borgarmarkanna. Þar eru meðtaldar 43 mjólkurkýr, 192 kindur og 2.240 grísir, en þeir síðasttöldu gefa frá sér 477 tonn koltvísýringsígilda, um 213 kíló hver grís. Þá er um leið ljóst að útblástur gróðurhúsalofttegunda tengd landbúnaði af völdum borgarbúa er mun meiri en verður til innan borgarmarkanna.

Binding vegna nýlegrar skógræktar jafngildir hins vegar ferföldum útblæstri alls búfjár á borgarlandinu, eða 10.500 tonn.

Þegar horft er á kolefnisbókhald Reykjavíkur án neyslu er hins vegar ljóst, að mati Eflu, að framtíðin býður upp á minni losun. „Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kveður á um að sala einkabíla sem keyra eingöngu á bensíni eða dísil muni verða bönnuð frá og með árinu 2030. Ætla má að þessi þróun muni sennilega gerast fyrst í Reykjavík þar sem innviðir fyrir rafmagnsbíla eru komnir lengst á veg. Einnig á þessi þróun við innleiðingu almenningssamgangna án jarðefnaeldsneytis, sérstaklega með tilkomu Borgarlínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár