Nýjustu jarðir sem vitað er til þess að breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hafi keypt á Íslandi kostuðu 133 milljónir króna og bætast við eignasafn sem er bókfært á milljarða króna. Nema fjárfestingar Ratcliffe í landareignum og veiðiréttindum á Íslandi að minnsta kosti andvirði 5,8 milljarða íslenskra króna.
Þetta má lesa úr ársreikningum þess fjölda félaga sem heldur utan um jarðir hans á Íslandi og móðurfélags þeirra Halicilla Limited. Í ársreikningi móðurfélagsins fyrir árið 2018 kemur fram að Ratcliffe hafi tvöfaldað það fjármagn sem hann hafði persónulega lánað félaginu til fjárfestinga á Íslandi, en hann hyggst ekki ætla að sækjast eftir endurgreiðslu á láninu. Fór upphæðin úr 15,4 milljónum breskra punda í upphafi árs 2018 í 32,3 milljónir í lok þess, eða úr andvirði 2,7 milljarða króna í 5,8 milljarða.
Til samanburðar er 5,8 milljarðar sú upphæð sem ríkissjóður lagði til málaflokksins „sjávarútvegur og fiskeldi“ á fjárlögum 2020.
Upphæðin er sögð …
Athugasemdir