Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eignir íslenskra félaga Ratcliffe nema milljörðum

Fjár­fest­ing­ar breska auð­kýf­ings­ins James Ratclif­fe á Ís­landi nema nú minnst 5,8 millj­örð­um króna, sem er sama upp­hæð og rík­is­sjóð­ur lagði í mála­flokk­inn „sjáv­ar­út­veg­ur og fisk­eldi“ í ár. Nýj­ustu tvær jarð­irn­ar voru keypt­ar á 133 millj­ón­ir í fyrra.

Eignir íslenskra félaga Ratcliffe nema milljörðum
James Ratcliffe Breski auðkýfingurinn hefur lagst gegn lagabreytingum sem þrengja að jarðakaupum. Mynd: ANDY BUCHANAN / AFP

Nýjustu jarðir sem vitað er til þess að breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hafi keypt á Íslandi kostuðu 133 milljónir króna og bætast við eignasafn sem er bókfært á milljarða króna. Nema fjárfestingar Ratcliffe í landareignum og veiðiréttindum á Íslandi að minnsta kosti andvirði 5,8 milljarða íslenskra króna.

Þetta má lesa úr ársreikningum þess fjölda félaga sem heldur utan um jarðir hans á Íslandi og móðurfélags þeirra Halicilla Limited. Í ársreikningi móðurfélagsins fyrir árið 2018 kemur fram að Ratcliffe hafi tvöfaldað það fjármagn sem hann hafði persónulega lánað félaginu til fjárfestinga á Íslandi, en hann hyggst ekki ætla að sækjast eftir endurgreiðslu á láninu. Fór upphæðin úr 15,4 milljónum breskra punda í upphafi árs 2018 í 32,3 milljónir í lok þess, eða úr andvirði 2,7 milljarða króna í 5,8 milljarða.

Til samanburðar er 5,8 milljarðar sú upphæð sem ríkissjóður lagði til málaflokksins „sjávarútvegur og fiskeldi“ á fjárlögum 2020.

Upphæðin er sögð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár