Foreldrum á einkarekna heilsuleikskólanum Kór var ekki tilkynnt um það þegar mygla fannst þar fyrr á árinu. Mörg börn voru með mikil einkenni, samkvæmt foreldrum sem Stundin ræddi við. Þá fundu starfsmenn einnig fyrir einkennum vegna myglunnar. Kennari við leikskólann ákvað að taka málið í sínar hendur með því að gera sjálf mygluprófanir, á sinn eigin kostnað, þar sem stjórnendur og eigendur skólans hunsuðu ítrekað beiðni hennar um að skoða málin. Veikindadagar barna og starfsfólks var óeðlilega hátt, að sögn leikskólakennara sem starfaði á heilsuleikskólanum Kór, sem er í eigu Skóla ehf. Skólar ehf. reka fimm leikskóla víða um land.
Margrét Sævarsdóttir hóf störf hjá Heilsuleikskólanum Kór í desember 2018. Margrét er menntaður kennari og hefur starfað sem slíkur í um 20 ár. Á sínum fyrsta starfsdegi segir Margrét að leikskólastjórinn hafi farið hörðum orðum um það að almennileg veikindi séu minnst nokkrir dagar, jafnvel vika. „Hún hélt því …
Athugasemdir