Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppljóstraði um myglu í einkareknum leikskóla og hætti svo störfum

Starfs­mað­ur leik­skóla þurfti sjálf að greiða fyr­ir myglu­próf. Hún lét af störf­um vegna seina­gangs stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins sem rek­ur leik­skól­ann.

Uppljóstraði um myglu í einkareknum leikskóla og hætti svo störfum
Margrét Sævarsdóttir Barðist við að fá myglu staðfesta og gerði foreldrum viðvart. Mynd: Heiða Helgadóttir

Foreldrum á einkarekna heilsuleikskólanum Kór var ekki tilkynnt um það þegar mygla fannst þar fyrr á árinu. Mörg börn voru með mikil einkenni, samkvæmt foreldrum sem Stundin ræddi við. Þá fundu starfsmenn einnig fyrir einkennum vegna myglunnar. Kennari við leikskólann ákvað að taka málið í sínar hendur með því að gera sjálf mygluprófanir, á sinn eigin kostnað, þar sem stjórnendur og eigendur skólans hunsuðu ítrekað beiðni hennar um að skoða málin. Veikindadagar barna og starfsfólks var óeðlilega hátt, að sögn leikskólakennara sem starfaði á heilsuleikskólanum Kór, sem er í eigu Skóla ehf. Skólar ehf. reka fimm leikskóla víða um land.

Margrét Sævarsdóttir hóf störf hjá Heilsuleikskólanum Kór í desember 2018. Margrét er menntaður kennari og hefur starfað sem slíkur í um 20 ár. Á sínum fyrsta starfsdegi segir Margrét að leikskólastjórinn hafi farið hörðum orðum um það að almennileg veikindi séu minnst nokkrir dagar, jafnvel vika. Hún hélt því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár