Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útlendingar eru 40 prósent atvinnulausra

20 pró­sent at­vinnu­leysi er með­al er­lendra rík­is­borg­ara á Ís­landi og fer vax­andi. Heild­ar­at­vinnu­leysi á land­inu var rúm 9 pró­sent í ág­úst. Stað­an verri með­al kvenna en karla. Lagt er til að hækka fjár­magn til Þró­un­ar­sjóðs inn­flytj­enda­mála veru­lega.

Útlendingar eru 40 prósent atvinnulausra
Meira atvinnuleysi meðal erlendra kvenna Hlutfallslegt atvinnuleysi meðal erlendra kvenna er hærra en meðal erlendra karla. Mynd: Pressphotos

40 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á Íslandi eru innflytjendur og er atvinnuleysi meðal hópsins nú um 20 prósent. Heildaratvinnuleysi á landinu í ágúst var hins vegar 9,4 prósent, samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Í Reykjanesbæ nam hlutfall innflytjenda sem fengur fjárhagsaðstoð til framfærslu tæpum 58 prósentum af heildarfjölda þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð. Sambærileg tala hjá Reykjavíkurborg var 36 prósent. Lagt er til að hækka fjármagn til Þróunarsjóðs innflytjendamála verulega vegna þessa.

Í nýrri stöðuskýrslu teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 er einblínt á stöðu og þjónustu við innflytjendur. Þar kemur fram að innflytjendur séu um 14 prósent íbúa á Íslandi, um 50 þúsund talsins.

Sjö þúsund útlendingar án atvinnu

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar verður fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði að jafnaði um 38 þúsund á árinu 2020, á milli 18 og 19 prósent alls vinnuafls. Um 7.000 erlendir ríkisborgarar eru nú án atvinnu. Atvinnuleysi meðal hópsins er mun meira en meðal landsmanna allra og gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að meðal erlendra ríkisborgara verði atvinnuleysi 17 prósent að jafnaði á árinu 2020. Þá gera spár ráð fyrir að atvinnuleysi meðal erelndra ríkisborgara haldi áfram að aukast og verði um 22 prósent í árslok.

Pólverjar eru fjölmennasti erlendra ríkisborgara hér á landi, líkt og verið hefur, en 1. janúar 2012 voru þeir 44 prósent allra erlendra ríkisborgara á landinu. Í tölum Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi þeirra á meðal verði um 21 prósent á árinu en atvinnuleysi annarra erlendra ríkisborgara stefni í að verða um 11 prósent á árinu 11 prósent.

„Ljóst er því að þrengingarnar núna eru að hafa verri áhrif á stöðu erlendra kvenna en erlendra karla“

Fleiri karlar eru meðal erlendra ríkisborgara hér á landi heldur en konur, um 30 þúsund á móti um 20 þúsund. Atvinnuleysi meðal erlendra kvenna hefur hins vegar verið heldur meira síðustu ár heldur en meðal erlendra karla og hefur munurinn aukist í Covid-19 faraldrinum. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi erlendra kvenna verði um 20 prósent að jafnaði á þessu ári en ríflega 15 prósent meðal karla. „Ljóst er því að þrengingarnar núna eru að hafa verri áhrif á stöðu erlendra kvenna en erlendra karla á vinnumarkaði, ólíkt því sem var á árunum eftir bankahrunið þegar staða erlendra karla versnaði nokkuð umfram stöðu kvenna,“ segir í stöðuskýrslu teymisins.

Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 gerir það að tillögu sinni að fjármagn til úthlutunar úr Þróunarsjóði innflytjendamála verði hækkað verulega í þessu ljósi. Ein af áherslum sjóðsins verði virkniúrræði fyrir innflytjendur og flóttafólk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár