Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir

Starfs­menn RÚV hafa feng­ið kæru Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV í hend­urn­ar. Á kær­unni sést að fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöðv­ar 2 tók skjá­skot af að minnsta kosti fjór­um þeirra um­mæla sem kært er fyr­ir.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir
Þorbjörn Þórðarson Fréttamaðurinn fyrrverandi hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Samherja frá því síðasta haust.

Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, tók saman upplýsingar af samfélagsmiðlum starfsmanna RÚV sem Samherji hefur kært til Siðanefndar RÚV. Þetta sést í gögnum sem fylgja kærunni sem starfsmennirnir fengu afhenta í dag.

Samherji tilkynnti í lok ágúst að fyrirtækið hyggðist kæra ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Sakaði Samherji starfsmennina um samantekin ráð og ítrekuð brot á siðareglunum fyrir að tjá sig um málefni fyrirtæksins.

Í skjáskotum af ummælum starfsmannanna sést að sá sem tók að minnsta kosti fjögur þeirra saman var Þorbjörn Þórðarson. Prófílmynd af Facebook reikningi hans sést á fjórum skjáskotanna.

Skjáskot af ummælum fréttamannsPrófílmynd Þorbjörns Þórðarsonar má sjá á skjáskotinu.

Þorbjörn var fenginn til ráðgjafar Samherja síðasta haust í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur fyrirtækisins til þess að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Þorbjörn kom að gerð myndbands sem Samherji birti í ágúst þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði falsað gögn sem leitt hefðu til húsleitar hjá Samherja og áralangs málareksturs vegna gruns um gjaldeyrisbrot fyrirtækisins. Skömmu síðar tilkynnti Verðlagsstofa skiptaverðs að gögnin hefðu verið unnin þar innanhúss en ekki fundist í fyrstu, þar sem þau voru geymd „utan hefðbundins skjalakerfis stofunnar“.

Fjöldi ráðgjafa til Samherja frá því málið kom upp

Þorbjörn er lögfræðimenntaður og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í fyrra. Hann var fréttamaður á Stöð 2 í um áratug og var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir störf sín, en hætti hjá fjölmiðlinum í júlí í fyrra. Í kjölfarið stofnaði hann LPR lögmannsstofu, ásamt Halldóri Reyni Halldórssyni, sem samkvæmt heimasíðu sinnir lögmennsku og almannatengslum. Á Þorbjörn 99 prósenta hlut í félaginu.

Þorbjörn neitaði að tjá sig um störf hans fyrir Samherja þegar Stundin beindi til hans fyrirspurn þess efnis í sumar.

Ummæli fréttamannaFjögur skjáskotanna sem fylgja kærunni voru tekin af Facebook reikningi Þorbjörns.

Samherji hefur leitað fanga víða til að sinna fjölmiðlaumfjöllun, krísustjórnun og innri rannsókn vegna fréttaflutnings um Namibíustarfsemina. Í Noregi fékk fyrirtækið Håkon Borud, meðeiganda og ráðgjafa hjá First House ráðgjafarfyrirtækinu, til starfa. Hann er fyrrverandi fréttastjóri Aftenposten með 25 ára reynslu sem blaðamaður og ritstjóri í norskum fjölmiðlum. Árið 2016 gekk hann til liðs við First House og er nú meðeigandi. Þá leitaði Samherji til norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein til að sinna innri rannsókn fyrirtækisins á starfseminni í Namibíu, sem kynnt var með tilkynningu daginn áður en umfjöllunin fór í loftið. Stofan er stærsta lögfræðistofa Noregs, með skrifstofur í Osló og Bergen og erlendis í London, Singapúr og Sjanghæ. Rannsókninni lauk í sumar, en Samherji hefur ekki viljað birta niðurstöðurnar opinberlega.

Starfsmenn RÚV fá nú fjórar vikur til að svara kærunni til siðanefndar. 

Starfsmennirnir sem Samherji boðaði að kærðir yrðu til siðanefndar eru Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stígur Helgason fréttamaður, Snærós Sindradóttir, nefnd „fréttamaður“ í kæru en er verkefnastjóri, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarpinu, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og þeir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamenn Kveiks, sem unnu meðal annars umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár