Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tillaga menntamálaráðuneytisins tætt í sundur í umsögnum

Um­boðs­mað­ur barna var­ar við því að til­laga mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um breytta við­mið­un­ar­stunda­skrá muni auka van­líð­an skóla­barna. Ráðu­neyt­ið vill auka ís­lensku- og nátt­úru­fræði­kennslu, en draga úr val­fög­um. Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar tel­ur til­lög­una varla stand­ast lög.

Tillaga menntamálaráðuneytisins tætt í sundur í umsögnum
Hörð gagnrýni Tillaga mennta- og menningarmálaráðuneytisins er sögð geta leitt af sér frekari vanlíðun íslenskra ungmenna. Mynd: Shutterstock

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar gagnrýnir harðlega tillögu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að breytingu á viðmiðunarstundaskrá í grunnskólum landsins. Í tillöguna vanti að mati ráðsins skýrar áætlanir um boðaðar áherslubreytingar, ekki liggi fyrir fjárhagsleg greining á kostnaði og leiða megi líkum að því að tillagan brjóti gegn lögum um grunnskóla. Sömu afstöðu lýsir umboðsmaður barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga, auk annarra.

Tillaga að breytingum á viðmiðunarstundarskrá grunnskóla var birt í samráðsgátt stjórnvalda 26. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að viðmiðunarstundarskráin hafi verið óbreytt allt frá gildistöku aðalnámskrár grunnskóla árið 2011. Tilefni breytinga nú sé að unnið sé að mótun menntastefnu til ársins 2030, þar sem meðal annars eigi að auka vægi íslenskukennslu og náttúrufræði. Er í tillögunni bent á „viðvarandi slakan árangur í íslensku og náttúrufræði sem hefur birst í niðurstöðum PISA“.

Skera valfög niður við trog

Í tillögunni er gert ráð fyrir að auka talsvert tíma til íslenskukennslu í 1.-7. bekk grunnskóla. Til þess að svo megi verða á að skera niður allan tíma í þeim bekkjum sem hingað til hefur verið eyrnamerktur valfögum. Alls er verið að skera valtíma í 1.-4. bekk niður úr fimm klukkustundum á viku og niður í ekki neitt. Í 5.-7. bekk hefur valtími verið tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur en verður enginn ef tillagan verður samþykkt.

Þá er gert ráð fyrir að tvöfalda þann tíma sem fer til náttúrufræðikennslu í 8.-10. bekk. Til að svo megi verða þarf að skerða þann tíma sem hingað til hefur farið í valgreinar um sex klukkustundir á viku og yrði hann þá 8,5 klukkustundir í stað 14,5 klukkustunda.

Gengur gegn lögum um grunnskóla

Í lögum um grunnskóla segir í 26. grein, sem fjallar um val í námi, að frá upphafi grunnskóla skulu nemendur eiga val í námi sínu. Markmiðið sé að gera nemendur ábyrga fyrir eigin námi og skapa sveigjanleika í skólastarfi.

Þá segir í sömu grein að í 8.-10. bekk skulu nemendur velja námsgreinar og námssvið í allt að fimmtung námstímans. Verði tillaga mennta- og menningarmálaráðuneytisins samþykkt færi sá tími sem gæfist í val á unglingastigi hins vegar niður í 11 prósent námstímans.

„Gerir umboðsmaður barna athugasemdir við að lagðar séu til breytingar sem séu til þess fallnar að auka frekar á vanlíðan“

Á þetta er bent í umsögn skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Þar er einnig bent á að rík krafa sé í samfélaginu öllu um sveigjanleika og að rannsóknir bendi eindregið til að áhugahvöt sé stór þáttur í námsánægju og árangri í námi, sérstaklega hjá eldri nemendum. „Það skýtur því skökku við að leggja til að helminga möguleika skóla og nemenda til vals á unglingastigi og fjarlægja allan sveigjanleika varðandi val á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Í tillögunni er það langt gengið í skerðingu á vali að spyrja má hvort í reynd sé verið að taka úr sambandi 26. grein grunnskólalaganna því framkvæmdin endurómar trauðla lagatextann.“

Segja tillöguna ganga þvert á fyrirliggjandi samkomulag

Salvör NordalUmboðsmaður barna

Í umsögn umboðsmanns barna um tillöguna, hvað varðar skerðingu á vali, segir að tillögur ráðuneytisins gangi þvert gegn markmiðum aðalnámskrár um valgreinar. Rannsóknir hafi þá á síðustu árum sýnt fram á vaxandi kvíða og andlega vanlíðan íslenskra ungmenna. „Með hliðsjón af þeirri stöðu gerir umboðsmaður barna athugasemdir við að lagðar séu til breytingar sem séu til þess fallnar að auka frekar á vanlíðan enda ljóst að valgreinar skipta ungmenni oft miklu máli og eru mikilvæg tækifæri fyrir þau til þess að sinna eigin hugðarefnum innan skólans sem hluta af eigin námi.“

„Það er algjört grundvallaratriði í umbótum að gera ekki meira af því sem ekki er nægjanlega vel gert“

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir á í umsögn um tillöguna að fækkun kennslustunda í valgreinum kunni að leiða til fækkunar kennslustunda í list- og verkgreinum, sem gangi þvert á samkomulag mennta- og menningamálaráðherra, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritað var 25. febrúar síðastliðinn.

Þá lýsa Landssamtökin Þroskahjálp áhyggjum af því að skerða eigi valfrelsi nemenda og fjölbreytni í námi. Telja landssamtökin „að ekki hafi verið færð rök fyrir því í greinargerð að aukinn tími í íslensku og náttúrugreinum muni leiða til betri frammistöðu í þessum greinum í PISA könnunum.“

Engin greining gerð á vandanum

Í umsögn skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar eru enn fremur tíunduð fleiri atriði sem ráðið gagnrýnir í tillögunni. Þannig er tiltekið að fjölgun kennslustunda í náttúrufræði myndi hafa í för með sér að enn færri kennslustundum yrði stýrt af fagmenntuðum kennurum, aðeins fimmtungi kennslustunda. Viðvarandi skortur sé á kennurum með fagmenntun í náttúrufræðigreinum og engar leiðir séu kynntar í tillögunni til að bregðast við þeirri stöðu.

Þá sé ekki lagt mat á það hvort núverandi kennsluefni sé sé nægjanlegt eða fullnægjandi og ekki heldur hvort til staðar sé fullnægjandi aðstaða í skólum til aukinnar náttúrufræðikennslu, né fjárhagsleg greining á kostnaði sveitarfélaganna vegna mögulegra úrbóta þar á.

Þá sé almennt ekki gerð greining á því hvar skóinn kreppi í kennslu í náttúrufræðigreinum eða íslensku, svo bæta megi árangur íslenskra unglinga í PISA prófunum. „Það er algjört grundvallaratriði í umbótum að gera ekki meira af því sem ekki er nægjanlega vel gert.“

„Um viðvarandi slakan árangur menntakerfisins er að ræða, ekki nemenda“

Í sama streng taka Landssamtökin Þroskahjálp, sem gera athugasemd við að gengið sé út frá því að vandamálið sé „viðvarandi slakur árangur nemenda“. Fremur eigi að rýna og endurskoða kennsluaðferðir og umgjörð náms heldur en að svipta nemendur kosti á einstaklingsmiðuðu námi, þar sem þeir hafi tækifæri til að velja námsgreinar eftir áhugasviði og hæfileikum.

Umboðsmaður barna gerir athugasemdir við sama orðalag og „áréttar að um viðvarandi slakan árangur menntakerfisins er að ræða, ekki nemenda“. Ekki séu færð fram tök fyrir því að fjölgun kennslustunda ein og sér komi til með að bæta árangur nemend á kostnað valfrelsis og fjölbreytni og ekki komi fram að til standi að taka upp nýstárlegar eða fjölbreyttari kennsluaðferðir, heldur eigi eingöngu að fjölga kennslustundum. „Ekki eru færð fram nein rök fyrir því að betri árangur náist með þessu móti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár