Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir sig úr Vinstri grænum

„Ég finn end­an­lega að ég á ekki leng­ur sam­leið með þing­flokki VG,“ seg­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, frá­far­andi þing­mað­ur Vinstri grænna, sem hef­ur sagt sig úr flokkn­um eft­ir fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra.

Segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Studdi ekki ríkisstjórnarsamstarfið. Mynd: Davíð Þór

„Það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, um úrsögn sína úr flokknum á fundi með henni í dag. Ástæðan er það sem Rósa Björk nefnir í yfirlýsingu sinni ósamræmi á milli boðaðrar stefnu Vinstri grænna í innflytjendamálum fyrir og eftir kosningar. 

Lögreglan leitar nú fjögurra barna fjölskyldu sem vísa á úr landi, eftir tæplega tveggja ára búsetu hérlendis, þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sagt meðferðina „ómannúðlega“. Rósa Björk, sem er varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins, segir þetta og fleira „bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar“. 

„Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði,“ segir Rósa Björk enn fremur.

Ómannúðleg meðferð flóttafólks

Aðdragandi úrsagnarinnar er meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á málefnum fjölskyldu frá Egyptalandi, sem hefur búið á Íslandi í hátt í tvö ár, en var ákveðið að synja um hæli og flytja úr landi. Nú er leitað fjölskyldunnar. Katrín Jakobsdóttir hafði lýst því yfir að brottflutningurinn væri ómannúðlegur.

„Það er ekki mann­úð­legt að halda fólki svona lengi í ó­vissu, sér­stak­lega í börnum. Í þessu til­viki sem um ræðir, þó að máls­með­ferðar­tíminn sé innan marka, þá erum við samt, af ein­hverjum á­stæðum, sem mér finnst auð­vitað ekki boð­legt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ó­mann­úð­legt,“ sagði Katrín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Rósa Björk var ein tveggja þingmanna VG sem ekki studdu stjórnarsáttmála og ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Nú þegar ár er til kosninga er hún því utan flokka, eins og hinn þingmaðurinn, Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokknum í nóvember í fyrra. Andrés gagnrýndi í grein í gær að Vinstri grænir hefðu tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum flóttamanna. „Síðustu daga hefur bergmálað um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Stjórnarflokkarnir eru í því allir orðnir samdauna Sjálfstæðisflokknum,“ skrifaði hann.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var kveðið á um „mannúðarsjónarmið“ og „góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd“.

Börnin úr Khedr-fjölskyldunni hafa búið hérlendis í tæp tvö ár, gengið í skóla og tala íslensku.

Yfirlýsing Rósu Bjarkar í heild

„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni.  

Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. 

Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. 

Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum.

Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. 

Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. 

Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár