Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir sig úr Vinstri grænum

„Ég finn end­an­lega að ég á ekki leng­ur sam­leið með þing­flokki VG,“ seg­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, frá­far­andi þing­mað­ur Vinstri grænna, sem hef­ur sagt sig úr flokkn­um eft­ir fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra.

Segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Studdi ekki ríkisstjórnarsamstarfið. Mynd: Davíð Þór

„Það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, um úrsögn sína úr flokknum á fundi með henni í dag. Ástæðan er það sem Rósa Björk nefnir í yfirlýsingu sinni ósamræmi á milli boðaðrar stefnu Vinstri grænna í innflytjendamálum fyrir og eftir kosningar. 

Lögreglan leitar nú fjögurra barna fjölskyldu sem vísa á úr landi, eftir tæplega tveggja ára búsetu hérlendis, þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sagt meðferðina „ómannúðlega“. Rósa Björk, sem er varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins, segir þetta og fleira „bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar“. 

„Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði,“ segir Rósa Björk enn fremur.

Ómannúðleg meðferð flóttafólks

Aðdragandi úrsagnarinnar er meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á málefnum fjölskyldu frá Egyptalandi, sem hefur búið á Íslandi í hátt í tvö ár, en var ákveðið að synja um hæli og flytja úr landi. Nú er leitað fjölskyldunnar. Katrín Jakobsdóttir hafði lýst því yfir að brottflutningurinn væri ómannúðlegur.

„Það er ekki mann­úð­legt að halda fólki svona lengi í ó­vissu, sér­stak­lega í börnum. Í þessu til­viki sem um ræðir, þó að máls­með­ferðar­tíminn sé innan marka, þá erum við samt, af ein­hverjum á­stæðum, sem mér finnst auð­vitað ekki boð­legt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ó­mann­úð­legt,“ sagði Katrín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Rósa Björk var ein tveggja þingmanna VG sem ekki studdu stjórnarsáttmála og ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Nú þegar ár er til kosninga er hún því utan flokka, eins og hinn þingmaðurinn, Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokknum í nóvember í fyrra. Andrés gagnrýndi í grein í gær að Vinstri grænir hefðu tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum flóttamanna. „Síðustu daga hefur bergmálað um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Stjórnarflokkarnir eru í því allir orðnir samdauna Sjálfstæðisflokknum,“ skrifaði hann.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var kveðið á um „mannúðarsjónarmið“ og „góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd“.

Börnin úr Khedr-fjölskyldunni hafa búið hérlendis í tæp tvö ár, gengið í skóla og tala íslensku.

Yfirlýsing Rósu Bjarkar í heild

„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni.  

Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. 

Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. 

Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum.

Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. 

Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. 

Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár