Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi Hrafn er einn þeirra sem greindust með Covid-19 í gær

Þing­mað­ur Pírata seg­ir tíma­setn­ing­una á smit­inu heppi­lega að því leyt­inu til að Al­þingi er ekki starf­andi.

Helgi Hrafn er einn þeirra sem greindust með Covid-19 í gær
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata er einn þeirra sem greindust með Covid-19 í gær. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

„Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata,  í Facebook-færslu rétt í þessu. Helgi er einn þeirra nítján sem greindust með COVID-19 í gær. Hann segir óttann vera eitt einkennið.

Helgi Hrafn er einn af þeim sem greindust í gær í stærsta stökki í smitfjölda frá því í fyrstu bylgju faraldursins á Íslandi í vor.

„Af þeirri örstuttu reynslu sem ég hef af þessum sjúkdómi er mér orðið ljóst að fólk verður hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum. Því vil ég minna á að þetta er ferli, og smitrakning tekur einhvern tíma. Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“

Helgi Hrafn vill biðla til þeirra sem hafa hitt hann í vikunni. „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Ég hef haft samband við sum ykkar en ekki önnur og stýrist það af aðstæðum. Ykkur er frjálst að henda í mig spurningum ef þið hafið áhyggjur, en athugið að ég er ekki sjálfur endilega með öll svörin. Ég reyni mitt besta til að upplýsa fólk með áhyggjur eftir bestu vitund.“

Alþingi hefur ekki verið starfandi frá 4. september og því eru engar líkur á smiti tengdu störfum löggjafans. Það tekur aftur til starfa 1. október.

„Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“

Hann segir heilsu sína „ágæta enn sem komið er“. „Endilega farið varlega. Það kom mér ekki minna á óvart að smitast en það kæmi þér að smitast núna. Við erum öll almannavarnir.“

Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, hefur sagt að fjölgun smita nú komi honum á óvart. „Það er eitt­hvað í gangi,“ sagði hann í samtali við mbl.is í dag.

Þá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, varað við því að svæsin bylgja gæti verið í uppsiglingu.

Ungt fólk er meirihluti þeirra sem greindust í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að 13 smit sem greindust í fyrradag hafi einkum verið rakin til Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og ótilgreinds veitingastaðar í Reykjavík.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár