Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga

Árni Helga­son lög­mað­ur sat í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála um fjög­urra ára skeið áð­ur en hann var skip­að­ur formað­ur þing­manna­nefnd­ar um mál­efni út­lend­inga og inn­flytj­enda. Nefnd­inni er ætl­að að vera ráð­herra til sam­ráðs um fram­kvæmd út­lend­ingalaga.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga
Frá kærunefnd í útlendinganefnd Árni var skipaður formaður útlendinganefndar í maí síðastliðnum en hafði fram til þess setið í kærunefnd útlendingamála. Mynd: Stjórnarráðið

Árni Helgason, formaður þingmannanefndar um málefni útlendinga og innflytjenda, var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála áður en hann tók að sér formennsku í nefndinni. Árni leiðir því vinnu sem hefur það markmið að fjalla um verklag sem hann sjálfur tók þátt í að móta hjá kærunefnd útlendingamála um árabil.

Árni var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála á árunum 2016 til 2020 og tók á þeim tíma þátt í að úrskurða um fjölmörg mál er inn á borð nefndarinnar komu. Meðal annars skrifaði Árni undir úrskurð nefndarinnar þar sem synjun Útlendingastofnunar á umsókn Khedr-fjölskyldunnar egypsku, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, um alþjóðlega vernd hér á landi var staðfest, í nóvember á síðasta ári.

Hlutverk þingmannanefndarinnar er að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og „eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Nefndin var fyrst skipuð í byrjun árs 2014 af innanríkisráðherra til að kanna þörf á heildarendurskoðun laga um útlendinga.

Í júlí á síðasta ári boðaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þá starfandi dómsmálaráðherra að útlendinganefndin, eins og hún var kölluð, yrði endurvakin en hún hafði þá verið óvirk um skeið. Í september á síðasta ári skipaði dómsmálaráðherra svo Hildi Sverrisdóttur formann nefndarinnar. Árni tók hins vegar við formennskunni í lok maí síðastliðins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár