Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga

Árni Helga­son lög­mað­ur sat í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála um fjög­urra ára skeið áð­ur en hann var skip­að­ur formað­ur þing­manna­nefnd­ar um mál­efni út­lend­inga og inn­flytj­enda. Nefnd­inni er ætl­að að vera ráð­herra til sam­ráðs um fram­kvæmd út­lend­ingalaga.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga
Frá kærunefnd í útlendinganefnd Árni var skipaður formaður útlendinganefndar í maí síðastliðnum en hafði fram til þess setið í kærunefnd útlendingamála. Mynd: Stjórnarráðið

Árni Helgason, formaður þingmannanefndar um málefni útlendinga og innflytjenda, var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála áður en hann tók að sér formennsku í nefndinni. Árni leiðir því vinnu sem hefur það markmið að fjalla um verklag sem hann sjálfur tók þátt í að móta hjá kærunefnd útlendingamála um árabil.

Árni var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála á árunum 2016 til 2020 og tók á þeim tíma þátt í að úrskurða um fjölmörg mál er inn á borð nefndarinnar komu. Meðal annars skrifaði Árni undir úrskurð nefndarinnar þar sem synjun Útlendingastofnunar á umsókn Khedr-fjölskyldunnar egypsku, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, um alþjóðlega vernd hér á landi var staðfest, í nóvember á síðasta ári.

Hlutverk þingmannanefndarinnar er að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og „eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Nefndin var fyrst skipuð í byrjun árs 2014 af innanríkisráðherra til að kanna þörf á heildarendurskoðun laga um útlendinga.

Í júlí á síðasta ári boðaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þá starfandi dómsmálaráðherra að útlendinganefndin, eins og hún var kölluð, yrði endurvakin en hún hafði þá verið óvirk um skeið. Í september á síðasta ári skipaði dómsmálaráðherra svo Hildi Sverrisdóttur formann nefndarinnar. Árni tók hins vegar við formennskunni í lok maí síðastliðins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár