Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga

Árni Helga­son lög­mað­ur sat í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála um fjög­urra ára skeið áð­ur en hann var skip­að­ur formað­ur þing­manna­nefnd­ar um mál­efni út­lend­inga og inn­flytj­enda. Nefnd­inni er ætl­að að vera ráð­herra til sam­ráðs um fram­kvæmd út­lend­ingalaga.

Fyrrverandi nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála leiðir nefnd um framkvæmd útlendingalaga
Frá kærunefnd í útlendinganefnd Árni var skipaður formaður útlendinganefndar í maí síðastliðnum en hafði fram til þess setið í kærunefnd útlendingamála. Mynd: Stjórnarráðið

Árni Helgason, formaður þingmannanefndar um málefni útlendinga og innflytjenda, var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála áður en hann tók að sér formennsku í nefndinni. Árni leiðir því vinnu sem hefur það markmið að fjalla um verklag sem hann sjálfur tók þátt í að móta hjá kærunefnd útlendingamála um árabil.

Árni var nefndarmaður í kærunefnd útlendingamála á árunum 2016 til 2020 og tók á þeim tíma þátt í að úrskurða um fjölmörg mál er inn á borð nefndarinnar komu. Meðal annars skrifaði Árni undir úrskurð nefndarinnar þar sem synjun Útlendingastofnunar á umsókn Khedr-fjölskyldunnar egypsku, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, um alþjóðlega vernd hér á landi var staðfest, í nóvember á síðasta ári.

Hlutverk þingmannanefndarinnar er að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og „eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Nefndin var fyrst skipuð í byrjun árs 2014 af innanríkisráðherra til að kanna þörf á heildarendurskoðun laga um útlendinga.

Í júlí á síðasta ári boðaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þá starfandi dómsmálaráðherra að útlendinganefndin, eins og hún var kölluð, yrði endurvakin en hún hafði þá verið óvirk um skeið. Í september á síðasta ári skipaði dómsmálaráðherra svo Hildi Sverrisdóttur formann nefndarinnar. Árni tók hins vegar við formennskunni í lok maí síðastliðins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár