Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

147. spurningaþraut: Hvar heitir Réttarvatn eitt?

147. spurningaþraut: Hvar heitir Réttarvatn eitt?

https://stundin.is/grein/11885/146-spurningathraut/

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er yfirleitt sagt að rétturinn gúllas sé upprunninn?

2.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs Arsenal í fótbolta?

3.   Fyrir hverju börðust hinar svonefndu súffragettur um og upp úr aldamótum 1900?

4.   Hvað hét forseti Rússlands áður en Pútin tók við 1999?

5.   Hvað gerði Sigrún Þorsteinsdóttir sér til frægðar árið 1988?

6.   Í hvaða styrjöld var háð mikil orrusta þar sem heitir Kursk?

7.   Hvað hét fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák?

8.   „Efst á [XXX] / oft hef ég klári beitt / þar er allt þakið í vötnum,/ þar heitir Réttarvatn eitt.“  Svo segir í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. En hvar hafði hann oft klári beitt?

9.   Stubbarnir voru gríðarlega vinsæl sjónvarpsería fyrir börn, sem enn er víða á boðstólum. Hvað voru Stubbarnir kallaðir á frummálinu, ensku?

10.   Hver var fyrsti fimleikamaðurinn, sem fékk 10 í einkunn fyrir æfingar sínar á sumarólympíuleikum?

***

Og þá kemur seinni aukaspurning:

Hver er konan á þessari mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ungverjalandi.

2.   Arteta.

3.   Kosningarétti kvenna.

4.   Borís Jeltsín.

5.   Bauð sig fram til forseta.

6.   Síðari heimsstyrjöld.

7.   Friðrik Ólafsson.

8.   Arnarvatnsheiðum. Fólk fær líka rétt þótt það segi Arnarvatnsheiði í eintölu.

9.  Teletubbies.

10.   Nadia Comăneci.

***

Svörin við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin í spænska þinginu árið 1981 þegar hermenn ofursta Tejero í broddi fylkingar gerðu tilraun til að ræna völdum. 

Valdaránstilraunin var kveðin niður, meðal annars vegna röggsamrar framgöngu kóngsins, sem vildi ekkert með valdaránsmenn hafa.

Hér duga stikkorðin „valdaránstilraun“ og „Spánn“. Frekari smáatriði mega liggja milli hluta.

Á neðri myndinni var skjáskot af mynd af Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi.

Hér má til hægri sjá alla myndina.

***

Og hér er hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár