Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

147. spurningaþraut: Hvar heitir Réttarvatn eitt?

147. spurningaþraut: Hvar heitir Réttarvatn eitt?

https://stundin.is/grein/11885/146-spurningathraut/

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er yfirleitt sagt að rétturinn gúllas sé upprunninn?

2.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs Arsenal í fótbolta?

3.   Fyrir hverju börðust hinar svonefndu súffragettur um og upp úr aldamótum 1900?

4.   Hvað hét forseti Rússlands áður en Pútin tók við 1999?

5.   Hvað gerði Sigrún Þorsteinsdóttir sér til frægðar árið 1988?

6.   Í hvaða styrjöld var háð mikil orrusta þar sem heitir Kursk?

7.   Hvað hét fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák?

8.   „Efst á [XXX] / oft hef ég klári beitt / þar er allt þakið í vötnum,/ þar heitir Réttarvatn eitt.“  Svo segir í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. En hvar hafði hann oft klári beitt?

9.   Stubbarnir voru gríðarlega vinsæl sjónvarpsería fyrir börn, sem enn er víða á boðstólum. Hvað voru Stubbarnir kallaðir á frummálinu, ensku?

10.   Hver var fyrsti fimleikamaðurinn, sem fékk 10 í einkunn fyrir æfingar sínar á sumarólympíuleikum?

***

Og þá kemur seinni aukaspurning:

Hver er konan á þessari mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ungverjalandi.

2.   Arteta.

3.   Kosningarétti kvenna.

4.   Borís Jeltsín.

5.   Bauð sig fram til forseta.

6.   Síðari heimsstyrjöld.

7.   Friðrik Ólafsson.

8.   Arnarvatnsheiðum. Fólk fær líka rétt þótt það segi Arnarvatnsheiði í eintölu.

9.  Teletubbies.

10.   Nadia Comăneci.

***

Svörin við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin í spænska þinginu árið 1981 þegar hermenn ofursta Tejero í broddi fylkingar gerðu tilraun til að ræna völdum. 

Valdaránstilraunin var kveðin niður, meðal annars vegna röggsamrar framgöngu kóngsins, sem vildi ekkert með valdaránsmenn hafa.

Hér duga stikkorðin „valdaránstilraun“ og „Spánn“. Frekari smáatriði mega liggja milli hluta.

Á neðri myndinni var skjáskot af mynd af Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi.

Hér má til hægri sjá alla myndina.

***

Og hér er hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu