Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ellefu ára drengur fannst látinn í Garðabæ

Mál­ið ekki rann­sak­að sem saka­mál.

Ellefu ára drengur fannst látinn í Garðabæ
Harmleikur Andlát drengsins bar ekki að með saknæmum hætti. Mynd: Pixabay

Ellefu ára drengur fannst látinn á heimili sínu í Garðabæ á þriðjudag. Mannlíf greindi fyrst frá því í morgun. Samkvæmt heimildum Stundarinnar lést drengurinn af völdum skotsárs. Rætt hefur verið við börn í Garðabæ um að þarna hafi skelfilegt slys átt sér stað. 

Málið er ekki rannsakað sem saknæmt athæfi. 

Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Aðrir sem Stundin hefur rætt við og hafa komið að málinu lýsa því sem hræðilegum harmleik.

Uppfært klukkan 13:15.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú eftir hádegi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um andlát barns í Garðabæ á þriðjudag þá vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri að um er að ræða mikinn harmleik, en ekkert bendir til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið og biður jafnframt fjölmiðla um að veita aðstandendum svigrúm til að syrgja á þessum erfiðum tímum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár