Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einar Kárason vinnur að verki um Jón Ásgeir

Ein­ar Kára­son rit­höf­und­ur legg­ur nú loka­hönd á verk um Jón Ás­geir Jó­hann­es­son at­hafna­mann. Höf­und­ur­inn er fá­orð­ur um verk­efn­ið en stað­fest­ir að það komi út á næst­unni. Ein­ar hef­ur áð­ur skrif­að sögu Jóns Ólafs­son­ar fjár­fest­is en hlið­stæð­ur má finna í sög­um þess­ara tveggja manna.

Einar Kárason vinnur að verki um Jón Ásgeir

„Þetta er alla vega í vinnslu og drögum,“ segir Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður um hvort hann sé að skrifa bók um fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson, líkt og heimildir Stundarinnar herma. Jón Ásgeir er einn þekktasti athafnamaður landsins, stofnandi Bónuss ásamt föður sínum heitnum, og var hann leiðandi í íslensku útrásinni á árunum fyrir bankahrunið 2008. 

Aðspurður um hvort bókin sé ævisaga segir Einar að það liggi ekki alveg fyrir hvers eðlis bókin verður. „Það verður nú eiginlega að koma í ljós. Þetta er allt í vinnslu,“ segir Einar. 

Einar Kárason er aðallega þekktur sem skáldsagnahöfundur á Íslandi, meðal annars sem höfundur þríleiksins sem kallaður er Djöflaeyjan, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir á sínum tíma. Einar  hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin einu sinni, árið 2008, auk þess sem hann hefur verið tilnefndur fjórum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

 „Það verður nú eiginlega að koma í ljós. Þetta er allt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár