„Þetta er alla vega í vinnslu og drögum,“ segir Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður um hvort hann sé að skrifa bók um fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson, líkt og heimildir Stundarinnar herma. Jón Ásgeir er einn þekktasti athafnamaður landsins, stofnandi Bónuss ásamt föður sínum heitnum, og var hann leiðandi í íslensku útrásinni á árunum fyrir bankahrunið 2008.
Aðspurður um hvort bókin sé ævisaga segir Einar að það liggi ekki alveg fyrir hvers eðlis bókin verður. „Það verður nú eiginlega að koma í ljós. Þetta er allt í vinnslu,“ segir Einar.
Einar Kárason er aðallega þekktur sem skáldsagnahöfundur á Íslandi, meðal annars sem höfundur þríleiksins sem kallaður er Djöflaeyjan, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir á sínum tíma. Einar hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin einu sinni, árið 2008, auk þess sem hann hefur verið tilnefndur fjórum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
„Það verður nú eiginlega að koma í ljós. Þetta er allt …
Athugasemdir