Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fasteigna- og leiguverð hækkar

Fram­boð íbúð­ar­hús­næð­is í sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur dreg­ist sam­an á með­an eft­ir­spurn eykst. Leigu­verð fer hækk­andi eft­ir dýfu í vet­ur.

Fasteigna- og leiguverð hækkar
Húsnæðisverð hækkar Bæði fasteignaverð og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fara hækkandi. Mynd: Shutterstock

Vísitala verðs á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent milli júlí- og júnímánaða í ár og á tólf mánaða tímabili er hækkunin 4,9 prósent. Verð íbúða í sérbýli hækkar meira en verð í fjölbýli, um 1,4 prósent milli mánaða á móti 1,1 prósenti. Alls 737 kaupsamningum var þinglýst í júlí á höfuðborgarsvæðinu, sem er ríflega tvöföldun frá júnímánuði þegar 366 kaupsamningum var þinglýst. Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má leiða líkum að því að hækkandi verð skýrist af minna framboði íbúðarhúsnæðis í sölu á sama tíma og eftirspurn sé veruleg vegna lágra vaxta og möguleika á nýtingu séreignarsparnaðar.

Leiguverð hækkar einnig, um 0,5 prósent frá júní til júlí, og hefur leiguverð hækkað um 2,2 prósent frá því í júlí í fyrra. Er það annan mánuðinn í röð sem leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar en það lækkaði skarpt í vetur, frá febrúar. Þá var vísitala leiguverðs 204 stig en lækkaði næstu mánuði og fór lægst í 195,3 stig í maímánuði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár