Tveir ræstitæknar fengu ekki endurráðningu á Hótel Grímsborgum vegna þess að þeir neituðu að sinna verkefnum utan starfslýsingar þeirra. Öllum ræstitæknum var sagt upp 1. maí, en flestir vinna þar enn fyrir utan þá tvo, en þeir lýsa miklu harðræði og rasísku viðhorfi frá eiganda sem spurði erlent starfsfólk sitt hvort það vildi ekki „fara heim“ þegar COVID-19 faraldurinn skall á. Þeir segjast hafa verið ítrekað beittir þrýstingi er launagreiðendur reyndu að maka krókinn og fara á svig við kjarasamninga.
Stéttarfélag segist ítrekað þurft að hafa afskipti af því hvernig rekendur Hótel Grímsborga koma fram við starfsfólkið sitt. Eigandi og framkvæmdastjóri segir málið vera hugarburð, að allir starfskraftar séu ánægðir hjá honum og ásakar stéttarfélög um að búa til mál til að réttlæta eigin tilvistarrétt. Hann lagði áherslu á að engum Íslendingum hefði verið sagt upp og bauð blaðamanni ókeypis gistingu að andvirði 60–120.000 krónum til að sýna „hvernig þetta …
Athugasemdir