Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

Hér er þrautin frá í gær.

Svo er það fyrri aukaspurning:

Hluti af mynd sem prýðir hljómplötualbúm sést hér að ofan. Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu?

+++

Tíu af öllu tagi:

1.   Kamala Harris heitir varaforsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Foreldrar hennar eru báðir fæddir utan Bandaríkjanna. Í hvaða löndum?

2.   Eyjan Máritíus komst nýlega í fréttir vegna umhverfisslyss. Þar bjó þangað til á 17. öld ófleygur fugl sem hvergi var til annars staðar. Sjómenn, sem komu til Máritíus, útrýmdu fuglinum, en hvað kallaðist tegundin?

3.   Hvað af eftirtöldum sex leikritum er EKKI eftir William Shakespeare: Allt í misgripum; Kátu konurnar í Windsor; Períkles; Sjóleiðin til Bagdad; Skassið tamið; Tveir herramenn í Veróna.

4.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tenerife?

5.   Ritstjóri hvaða blaðs var Matthías Johannessen lengst af?

6.   Árið 1990 kom út á íslensku skáldsagan Heimur feigrar stéttar eftir suður-afríska skáldkonu, sem einmitt það ár fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst kvenna síðan 1966! Ári seinna kom út á íslensku skáldsagan Saga sonar míns, og 1993 smásagnasafnið Ferð allra ferða og fleiri sögur. Skáldkonan lést 2014. Hvað hét hún?

7.   En hvaða íslenski höfundur skrifaði bókina Grámosinn glóir sem út kom 1986 og fjallar um gamalt glæpamál. Grámosinn varð metsölubók, flestum á óvart, því þótt höfundurinn væri virtur vel, þá höfðu bækur hans ekki selst í stórum upplögum næstu árin á undan?

8.   Í bandarísku sjónvarpsseríunni Breaking Bad segir frá kennara sem tekur til við að framleiða eiturlyf út úr fjárhagsvandræðum. Hvað kallast persóna kennarans?

9.  Eiginkona aðalpersónunnar heitir svolítið sérkennilegu nafni. Hvaða nafn er það?

10.   Hversu hár er Hallgrímskirkjuturn í Reykjavík? Hér má muna 4 metrum til eða frá.

+++

Þá er það seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi mynd tekin?

Þá vindum við okkur í að vinda okkur í svörin!

1.   Indlandi og Jamaíka.

2.   Dódó-fuglar.

3.   Sjóleiðin til Bagdad er eftir Jökul Jakobsson.

4.   Spáni.

5.   Morgunblaðsins.

6.   Nadine Gordimer.

7.   Thor Vilhjálmsson.

8.   Walter White.

9.   Skyler.

10.   Turninn er 74 metrar, svo rétt er allt frá 70 til 78.

+++

Aukaspurningar:

Hljómsveitin er Rolling Stones.

Þetta er, eins og sérhver maður hlýtur að vita, af albúmi plötunnar Their Satanic Majesties Request.

Hana má einmitt sjá hér til hliðar.

Borgin, þar sem seinni myndin var tekin, er Barcelona í Katalóníu.

Og svo er hér aptur linkur á þrautina frá í gær.

Spreytið ykkur endilega á henni líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
5
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
6
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
9
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
10
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár