Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

Hér er þrautin frá í gær.

Svo er það fyrri aukaspurning:

Hluti af mynd sem prýðir hljómplötualbúm sést hér að ofan. Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu?

+++

Tíu af öllu tagi:

1.   Kamala Harris heitir varaforsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Foreldrar hennar eru báðir fæddir utan Bandaríkjanna. Í hvaða löndum?

2.   Eyjan Máritíus komst nýlega í fréttir vegna umhverfisslyss. Þar bjó þangað til á 17. öld ófleygur fugl sem hvergi var til annars staðar. Sjómenn, sem komu til Máritíus, útrýmdu fuglinum, en hvað kallaðist tegundin?

3.   Hvað af eftirtöldum sex leikritum er EKKI eftir William Shakespeare: Allt í misgripum; Kátu konurnar í Windsor; Períkles; Sjóleiðin til Bagdad; Skassið tamið; Tveir herramenn í Veróna.

4.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tenerife?

5.   Ritstjóri hvaða blaðs var Matthías Johannessen lengst af?

6.   Árið 1990 kom út á íslensku skáldsagan Heimur feigrar stéttar eftir suður-afríska skáldkonu, sem einmitt það ár fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst kvenna síðan 1966! Ári seinna kom út á íslensku skáldsagan Saga sonar míns, og 1993 smásagnasafnið Ferð allra ferða og fleiri sögur. Skáldkonan lést 2014. Hvað hét hún?

7.   En hvaða íslenski höfundur skrifaði bókina Grámosinn glóir sem út kom 1986 og fjallar um gamalt glæpamál. Grámosinn varð metsölubók, flestum á óvart, því þótt höfundurinn væri virtur vel, þá höfðu bækur hans ekki selst í stórum upplögum næstu árin á undan?

8.   Í bandarísku sjónvarpsseríunni Breaking Bad segir frá kennara sem tekur til við að framleiða eiturlyf út úr fjárhagsvandræðum. Hvað kallast persóna kennarans?

9.  Eiginkona aðalpersónunnar heitir svolítið sérkennilegu nafni. Hvaða nafn er það?

10.   Hversu hár er Hallgrímskirkjuturn í Reykjavík? Hér má muna 4 metrum til eða frá.

+++

Þá er það seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi mynd tekin?

Þá vindum við okkur í að vinda okkur í svörin!

1.   Indlandi og Jamaíka.

2.   Dódó-fuglar.

3.   Sjóleiðin til Bagdad er eftir Jökul Jakobsson.

4.   Spáni.

5.   Morgunblaðsins.

6.   Nadine Gordimer.

7.   Thor Vilhjálmsson.

8.   Walter White.

9.   Skyler.

10.   Turninn er 74 metrar, svo rétt er allt frá 70 til 78.

+++

Aukaspurningar:

Hljómsveitin er Rolling Stones.

Þetta er, eins og sérhver maður hlýtur að vita, af albúmi plötunnar Their Satanic Majesties Request.

Hana má einmitt sjá hér til hliðar.

Borgin, þar sem seinni myndin var tekin, er Barcelona í Katalóníu.

Og svo er hér aptur linkur á þrautina frá í gær.

Spreytið ykkur endilega á henni líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár