Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

Hér er þrautin frá í gær.

Svo er það fyrri aukaspurning:

Hluti af mynd sem prýðir hljómplötualbúm sést hér að ofan. Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu?

+++

Tíu af öllu tagi:

1.   Kamala Harris heitir varaforsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Foreldrar hennar eru báðir fæddir utan Bandaríkjanna. Í hvaða löndum?

2.   Eyjan Máritíus komst nýlega í fréttir vegna umhverfisslyss. Þar bjó þangað til á 17. öld ófleygur fugl sem hvergi var til annars staðar. Sjómenn, sem komu til Máritíus, útrýmdu fuglinum, en hvað kallaðist tegundin?

3.   Hvað af eftirtöldum sex leikritum er EKKI eftir William Shakespeare: Allt í misgripum; Kátu konurnar í Windsor; Períkles; Sjóleiðin til Bagdad; Skassið tamið; Tveir herramenn í Veróna.

4.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tenerife?

5.   Ritstjóri hvaða blaðs var Matthías Johannessen lengst af?

6.   Árið 1990 kom út á íslensku skáldsagan Heimur feigrar stéttar eftir suður-afríska skáldkonu, sem einmitt það ár fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst kvenna síðan 1966! Ári seinna kom út á íslensku skáldsagan Saga sonar míns, og 1993 smásagnasafnið Ferð allra ferða og fleiri sögur. Skáldkonan lést 2014. Hvað hét hún?

7.   En hvaða íslenski höfundur skrifaði bókina Grámosinn glóir sem út kom 1986 og fjallar um gamalt glæpamál. Grámosinn varð metsölubók, flestum á óvart, því þótt höfundurinn væri virtur vel, þá höfðu bækur hans ekki selst í stórum upplögum næstu árin á undan?

8.   Í bandarísku sjónvarpsseríunni Breaking Bad segir frá kennara sem tekur til við að framleiða eiturlyf út úr fjárhagsvandræðum. Hvað kallast persóna kennarans?

9.  Eiginkona aðalpersónunnar heitir svolítið sérkennilegu nafni. Hvaða nafn er það?

10.   Hversu hár er Hallgrímskirkjuturn í Reykjavík? Hér má muna 4 metrum til eða frá.

+++

Þá er það seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi mynd tekin?

Þá vindum við okkur í að vinda okkur í svörin!

1.   Indlandi og Jamaíka.

2.   Dódó-fuglar.

3.   Sjóleiðin til Bagdad er eftir Jökul Jakobsson.

4.   Spáni.

5.   Morgunblaðsins.

6.   Nadine Gordimer.

7.   Thor Vilhjálmsson.

8.   Walter White.

9.   Skyler.

10.   Turninn er 74 metrar, svo rétt er allt frá 70 til 78.

+++

Aukaspurningar:

Hljómsveitin er Rolling Stones.

Þetta er, eins og sérhver maður hlýtur að vita, af albúmi plötunnar Their Satanic Majesties Request.

Hana má einmitt sjá hér til hliðar.

Borgin, þar sem seinni myndin var tekin, er Barcelona í Katalóníu.

Og svo er hér aptur linkur á þrautina frá í gær.

Spreytið ykkur endilega á henni líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu