Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

124. spurningaþraut: Hvaða fugli útrýmdu sjómenn á Máritíus?

Hér er þrautin frá í gær.

Svo er það fyrri aukaspurning:

Hluti af mynd sem prýðir hljómplötualbúm sést hér að ofan. Hvaða hljómsveit gaf út þá plötu?

+++

Tíu af öllu tagi:

1.   Kamala Harris heitir varaforsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Foreldrar hennar eru báðir fæddir utan Bandaríkjanna. Í hvaða löndum?

2.   Eyjan Máritíus komst nýlega í fréttir vegna umhverfisslyss. Þar bjó þangað til á 17. öld ófleygur fugl sem hvergi var til annars staðar. Sjómenn, sem komu til Máritíus, útrýmdu fuglinum, en hvað kallaðist tegundin?

3.   Hvað af eftirtöldum sex leikritum er EKKI eftir William Shakespeare: Allt í misgripum; Kátu konurnar í Windsor; Períkles; Sjóleiðin til Bagdad; Skassið tamið; Tveir herramenn í Veróna.

4.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tenerife?

5.   Ritstjóri hvaða blaðs var Matthías Johannessen lengst af?

6.   Árið 1990 kom út á íslensku skáldsagan Heimur feigrar stéttar eftir suður-afríska skáldkonu, sem einmitt það ár fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst kvenna síðan 1966! Ári seinna kom út á íslensku skáldsagan Saga sonar míns, og 1993 smásagnasafnið Ferð allra ferða og fleiri sögur. Skáldkonan lést 2014. Hvað hét hún?

7.   En hvaða íslenski höfundur skrifaði bókina Grámosinn glóir sem út kom 1986 og fjallar um gamalt glæpamál. Grámosinn varð metsölubók, flestum á óvart, því þótt höfundurinn væri virtur vel, þá höfðu bækur hans ekki selst í stórum upplögum næstu árin á undan?

8.   Í bandarísku sjónvarpsseríunni Breaking Bad segir frá kennara sem tekur til við að framleiða eiturlyf út úr fjárhagsvandræðum. Hvað kallast persóna kennarans?

9.  Eiginkona aðalpersónunnar heitir svolítið sérkennilegu nafni. Hvaða nafn er það?

10.   Hversu hár er Hallgrímskirkjuturn í Reykjavík? Hér má muna 4 metrum til eða frá.

+++

Þá er það seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi mynd tekin?

Þá vindum við okkur í að vinda okkur í svörin!

1.   Indlandi og Jamaíka.

2.   Dódó-fuglar.

3.   Sjóleiðin til Bagdad er eftir Jökul Jakobsson.

4.   Spáni.

5.   Morgunblaðsins.

6.   Nadine Gordimer.

7.   Thor Vilhjálmsson.

8.   Walter White.

9.   Skyler.

10.   Turninn er 74 metrar, svo rétt er allt frá 70 til 78.

+++

Aukaspurningar:

Hljómsveitin er Rolling Stones.

Þetta er, eins og sérhver maður hlýtur að vita, af albúmi plötunnar Their Satanic Majesties Request.

Hana má einmitt sjá hér til hliðar.

Borgin, þar sem seinni myndin var tekin, er Barcelona í Katalóníu.

Og svo er hér aptur linkur á þrautina frá í gær.

Spreytið ykkur endilega á henni líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár