Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

123. spurningaþraut: Í hvaða vinsælu kvikmynd var aðalhetjan stóran hluta myndarinnar öðruvísi á litinn?

123. spurningaþraut: Í hvaða vinsælu kvikmynd var aðalhetjan stóran hluta myndarinnar öðruvísi á litinn?

Hér er linkur á þrautina frá í gær.

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

+++

En hér eru aðalspurningarnar tíu af öllu tagi:

1.   Hvað heitir eiginkona Karls Bretaprins - eða réttara sagt, hvað hét hún áður en hún giftist honum?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Lissabon?

3.   Í ævafornri grískri heimild er talað um siglingu landkönnuðarins Pýþeasar langt norður í höf, þar sem hann kemur meðal annars að landi sem sumir telja að sé Ísland. Pýþeas hefur samkvæmt þessu komið til landsins þúsund árum fyrir landnám. En hvað er þetta dularfulla land kallað í hinni fornu heimild? Það heiti hefur svo stundum verið notað síðan um Ísland.

4.   Hvað heitir hafið milli Norður-Ameríku og Suður-Ameríku, þar sem er að finna fjölda eyja og eyríkja?

5.   Hvaða íslenska hljómsveit gaf út plötuna Kveikur árið 2013?

6.   Hvað hét eina þingkonan sem var viðstödd frægan fund þingmanna á Kausturbar?

7.   Svartifoss heitir 20 metra hár foss sem fellur fram af dökku stuðlabergi á ákveðnum stað á Íslandi, þangað sem fólk sækir mjög til að njóta náttúrufegurðar. Hvaða staður er það?

8.   Sam Worthington heitir maður. Hann er varla í hópi þekktustu kvikmyndastjarna í heimi, en lék þó aðalhlutverið í einhverri allra vinsælustu mynd sem gerð hefur verið. Sú mynd var frumsýnd árið 2009. Kannski ástæðan fyrir því að Worthington er ekki þekktari en hann þó er, sé sú að stóran hluta myndarinnar er persóna hans tölvugerð, og bæði mun stærri og öðruvísi á litinn en Worthington er í raun og veru. Hvað heitir þessi bíómynd?

9.   Jón Gnarr varð borgarstjóri í Reykjavík árið 2010. Hver var borgarstjóri á undan honum?

10.  Hvaða stórfljót markar að hluta til landamæri Frakklands og Þýskalands?

+++

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

Svör koma hér:

1.   Camilla Parker Bowles.

2.   Portúgal.

3.   Thule. Raunar er landið kallað Ultima Thule, en í þessu tilfelli dugar Thule.

4.   Karíbahaf.

5.   Sigur Rós.

6.   Anna Kolbrún Árnadóttir.

7.   Skaftafelli.

8.   Avatar.

9.   Hanna Birna Kristjánsdóttir.

10.   Rínarfljót.

+++

Fyrri aukaspurning:

Á efri myndinni er önnur af Boeing-þotum flugræningjanna 11. september 2001 að fljúga á annan tvíburaturnanna í New York.

Sjá hér til hliðar.

Seinni aukaspurning:

Á neðri myndinni má sjá Hinrik 8., konung Englands á 16. öld.

+++

Og hér er svo aftur linkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár