Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hafa endurheimt fjórðung af kostnaði við tengingu Bakka

Kostn­að­ur við teng­ingu kís­il­vers PCC á Bakka við raf­orku­kerf­ið nam 2 millj­örð­um króna. Kís­il­ver­inu hef­ur ver­ið lok­að tíma­bund­ið og hluta­bréf líf­eyr­is­sjóða í því verð­laus. Landsnet seg­ir að hækk­an­ir gjald­skrár vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar hafi ver­ið „inn­an marka“.

Hafa endurheimt fjórðung af kostnaði við tengingu Bakka
Starfsemi Landsnets Þeistareykjalína tengdi starfsemi PCC á Bakka við raforkukerfið og nam kostnaður Landsnets við hana 2 milljörðum króna. Mynd: Landsnet

Landsnet segir ekki ljóst hverjar fjárhagslegar afleiðingar lokunar kísilvers PCC á Bakka verða fyrir fyrirtækið ef starfsemi hefst ekki á ný. Alls 80 manns var sagt upp í byrjun sumars og kísilverinu lokað, en hlutabréf í því eru nú einskis virði á bókum félags íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu.

Landsnet er í eigu opinberra orkufyrirtækja og sinnir uppbyggingu og rekstri flutningskerfis raforku. Fyrirtækið lagði línu frá jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar að Þeistareykjum, meðal annars til að flytja orku að kísilverinu. Kostnaður við tenginguna nam 2 milljörðum króna. Kísilverið tók til starfa vorið 2018, en vonir fyrirtækisins standa til að starfsfólk verði ráðið á ný og framleiðsla fari aftur í gang.

Stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt áherslu á styrkingu svæðisbundinna raforkukerfa og var Þeistareykjalínan hluti af þeirri sýn. Fyrirtækið hefur hins vegar sagt að markmið þess um að gjaldskrá muni ekki hækka vegna þessa muni að öllum líkindum ekki standast. Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár