Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

121. spurningaþraut: „Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú“

121. spurningaþraut: „Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú“

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Af hvaða tegund er hundurinn hér að ofan?

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Danmörku?

2.   Hvaða þjóð er nú heimsmeistari í fótbolta karla?

3.   Enn er óvíst hvort ólympíuleikarnir í Tókíó fari fram á næsta ári, en þeir áttu að fara fram nú í ár. En hvar verða ólympíuleikarnir 2024?

4.   George W. Bush var forseti Bandaríkjanna 2001-2009. Hver var varaforseti hans allan tímann?

5.   Fríða Björk Ingvarsdóttir stýrir einum mikilvægasta skóla landsins. Hvaða skóli er það?

6.   Í Auðunarþætti vestfirska segir frá því er Auðunn hugðist færa Sveini Danakóngi gjöf en Haraldur Noregskóngur ágirntist gjöfina. Hver var þessi merka gjöf?

7.   Hvaða Íslendingurinn flutti árið 1996 lagið „Sjúbídú“ í Eurovision-söngvakeppninni?

8.   Á lista yfir 10 stærstu eyjar heims eru þrjár sem tilheyra einu og sama ríkinu. Hvaða ríki er það?

9.   „Svífur yfir Esjunni sólroðið ský,“ söng Ragnar Bjarnason í gamla daga. En um þessar mundir syngur kornungur íslenskur tónlistarmaður: „Því að Esjan er falleg / en ekki fallegri en þú. / Hvernig augun þín glitra / eins og hafið svo djúpt.“ Hvaða tónlistarmaður flytur þetta lag, sem heitir einfaldlega Esjan.

10.   Haustið 2008 hrundu þrír stórir íslenskir bankar eins og spilaborgir, og síðan ýmis fjármálafyrirtæki önnur. Hvað hét stærsti bankinn af þeim þremur?

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

Og þá koma svörin:

1.   Kaupmannahöfn.

2.   Frakkar.

3.   París.

4.   Dick Cheney.

5.   Listaháskólanum.

6.   Hvítabjörn.

7.   Anna Möll Ólafsdóttir.

8.   Kanada.

9.   Bríet.

10.   Kaupþing.

Fyrri aukaspurning:

Þetta er pitbull.

Seinni aukaspurning:

Þetta er danski leikarinn Mads Mikkelsen.

Hér er hér aftur linkur á þrautina frá í gær. Þar eru spurningarnar lengri, hvað sem öðru líður.

En hérna er aptur á móti allur spurningastabbinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu