Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

121. spurningaþraut: „Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú“

121. spurningaþraut: „Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú“

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Af hvaða tegund er hundurinn hér að ofan?

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Danmörku?

2.   Hvaða þjóð er nú heimsmeistari í fótbolta karla?

3.   Enn er óvíst hvort ólympíuleikarnir í Tókíó fari fram á næsta ári, en þeir áttu að fara fram nú í ár. En hvar verða ólympíuleikarnir 2024?

4.   George W. Bush var forseti Bandaríkjanna 2001-2009. Hver var varaforseti hans allan tímann?

5.   Fríða Björk Ingvarsdóttir stýrir einum mikilvægasta skóla landsins. Hvaða skóli er það?

6.   Í Auðunarþætti vestfirska segir frá því er Auðunn hugðist færa Sveini Danakóngi gjöf en Haraldur Noregskóngur ágirntist gjöfina. Hver var þessi merka gjöf?

7.   Hvaða Íslendingurinn flutti árið 1996 lagið „Sjúbídú“ í Eurovision-söngvakeppninni?

8.   Á lista yfir 10 stærstu eyjar heims eru þrjár sem tilheyra einu og sama ríkinu. Hvaða ríki er það?

9.   „Svífur yfir Esjunni sólroðið ský,“ söng Ragnar Bjarnason í gamla daga. En um þessar mundir syngur kornungur íslenskur tónlistarmaður: „Því að Esjan er falleg / en ekki fallegri en þú. / Hvernig augun þín glitra / eins og hafið svo djúpt.“ Hvaða tónlistarmaður flytur þetta lag, sem heitir einfaldlega Esjan.

10.   Haustið 2008 hrundu þrír stórir íslenskir bankar eins og spilaborgir, og síðan ýmis fjármálafyrirtæki önnur. Hvað hét stærsti bankinn af þeim þremur?

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

Og þá koma svörin:

1.   Kaupmannahöfn.

2.   Frakkar.

3.   París.

4.   Dick Cheney.

5.   Listaháskólanum.

6.   Hvítabjörn.

7.   Anna Möll Ólafsdóttir.

8.   Kanada.

9.   Bríet.

10.   Kaupþing.

Fyrri aukaspurning:

Þetta er pitbull.

Seinni aukaspurning:

Þetta er danski leikarinn Mads Mikkelsen.

Hér er hér aftur linkur á þrautina frá í gær. Þar eru spurningarnar lengri, hvað sem öðru líður.

En hérna er aptur á móti allur spurningastabbinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár