Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

117. spurningaþraut: Jón Magnússon, Björn Kristjánsson og Sigurður Jónsson - hvað tengir þessa karla þrjá?

117. spurningaþraut: Jón Magnússon, Björn Kristjánsson og Sigurður Jónsson - hvað tengir þessa karla þrjá?

Já, meðan ég man: Hérna er þrautin frá í gær.

Myndin hér að ofan á við fyrri aukaspurningu, sem er svona:

Hvað er að gerast á þessari mynd?

Seinni aukaspurningar er svo hér örlitlu neðar.

En fyrst 10 af öllu tagi:

1.   Jón Magnússon, Björn Kristjánsson, Sigurður Jónsson. Hvað tengir þessa þrjá stjórnmálakarla saman - og bara þá þrjá? Sjálfsagt má finna sitthvað sem mögulega tengir saman þessa menn, en ef þið vitið svarið, þá vitiði það líka! 

2.   Hvað heitir höfuðborg Austurríkis?

3.   Kleópatra hét drottning Egiftalands í eina tíð. Hvaðan var hún ættuð? Hér þarf svar að vera nákvæmt.

4.   Hve hátt er Everest-fjall í Himalæja-fjallgarðinum? Hér eru engin skekkjumörk gefin, svarið verður að vera hárnákvæmt upp á metra.

5.   Árið 2013 var frumsýnd fyrsta ópera Gunnars Þórðarsonar. Óperan fjallaði um og hét eftir konu einni frá fyrri tíð. Hvað hét óperan?

6.   Camilla Läckberg er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda og jafnvel heimsins. Hún fjallar um dularfull morðmál í tilteknum bæ í Svíþjóð. Hvað heitir bærinn?

7.   Árið 2017 var ný farþegaþota tekin í notkun af Air Malindo í Malasíu. Fjöldi véla af þessari gerð var síðan tekinn í notkun af ótal flugfélögum, en eftir tvö mannskæð flugslys í október 2018 og mars 2019 var vélunum lagt. Hvað heitir þessi flugvélartegund nákvæmlega?

8.   Hver var borgarstjóri Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2003?

9.   Hvað kallast sundið milli Íslands og Grænlands?

10.   Hvað er maður að nafni Lee Harvey Oswald talinn hafa gert síðla árs 1963?

Þá kemur seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

Svör, svör!

1.   Þetta eru þeir þrír þingmenn sem skipuðu fyrstu fjölskipuðu ríkisstjórn Íslands árið 1917, en áður hafði aðeins verið einn ráðherra. Jón var forsætisráðherra, Björn fjármálaráðherra og Sigurður atvinnumálaráðherra.

2.   Vínarborg.

3.   Hún var frá Makedóníu. „Grikklandi“ er ekki rétt svar.

4.   8.848 metrar.

5.   Ragnheiður. Hún var um Ragnheiði Brynjólfsdóttur en fornafnið dugar sem rétt svar á nafni óperunnar.

6.   Fjallbäcka.

7.   Boeing 737 MAX.

8.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

9.   Grænlandssund.

10.   Myrt John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni skoða þýskir einkennisbúningakallar verksummerki eftir sprenjutilræði við Adolf Hitler sumarið 1944.

Á neðri myndinni er Olga Korbut, 15 ára fimleikastjarna Sovétríkjanna á ólympíuleikunum 1972.

Hér er mynd af henni í keppni, en hún vakti mikla athygli fyrir hve brosmild hún var.

Og þá er hér aftur línkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár