Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

117. spurningaþraut: Jón Magnússon, Björn Kristjánsson og Sigurður Jónsson - hvað tengir þessa karla þrjá?

117. spurningaþraut: Jón Magnússon, Björn Kristjánsson og Sigurður Jónsson - hvað tengir þessa karla þrjá?

Já, meðan ég man: Hérna er þrautin frá í gær.

Myndin hér að ofan á við fyrri aukaspurningu, sem er svona:

Hvað er að gerast á þessari mynd?

Seinni aukaspurningar er svo hér örlitlu neðar.

En fyrst 10 af öllu tagi:

1.   Jón Magnússon, Björn Kristjánsson, Sigurður Jónsson. Hvað tengir þessa þrjá stjórnmálakarla saman - og bara þá þrjá? Sjálfsagt má finna sitthvað sem mögulega tengir saman þessa menn, en ef þið vitið svarið, þá vitiði það líka! 

2.   Hvað heitir höfuðborg Austurríkis?

3.   Kleópatra hét drottning Egiftalands í eina tíð. Hvaðan var hún ættuð? Hér þarf svar að vera nákvæmt.

4.   Hve hátt er Everest-fjall í Himalæja-fjallgarðinum? Hér eru engin skekkjumörk gefin, svarið verður að vera hárnákvæmt upp á metra.

5.   Árið 2013 var frumsýnd fyrsta ópera Gunnars Þórðarsonar. Óperan fjallaði um og hét eftir konu einni frá fyrri tíð. Hvað hét óperan?

6.   Camilla Läckberg er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda og jafnvel heimsins. Hún fjallar um dularfull morðmál í tilteknum bæ í Svíþjóð. Hvað heitir bærinn?

7.   Árið 2017 var ný farþegaþota tekin í notkun af Air Malindo í Malasíu. Fjöldi véla af þessari gerð var síðan tekinn í notkun af ótal flugfélögum, en eftir tvö mannskæð flugslys í október 2018 og mars 2019 var vélunum lagt. Hvað heitir þessi flugvélartegund nákvæmlega?

8.   Hver var borgarstjóri Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2003?

9.   Hvað kallast sundið milli Íslands og Grænlands?

10.   Hvað er maður að nafni Lee Harvey Oswald talinn hafa gert síðla árs 1963?

Þá kemur seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

Svör, svör!

1.   Þetta eru þeir þrír þingmenn sem skipuðu fyrstu fjölskipuðu ríkisstjórn Íslands árið 1917, en áður hafði aðeins verið einn ráðherra. Jón var forsætisráðherra, Björn fjármálaráðherra og Sigurður atvinnumálaráðherra.

2.   Vínarborg.

3.   Hún var frá Makedóníu. „Grikklandi“ er ekki rétt svar.

4.   8.848 metrar.

5.   Ragnheiður. Hún var um Ragnheiði Brynjólfsdóttur en fornafnið dugar sem rétt svar á nafni óperunnar.

6.   Fjallbäcka.

7.   Boeing 737 MAX.

8.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

9.   Grænlandssund.

10.   Myrt John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni skoða þýskir einkennisbúningakallar verksummerki eftir sprenjutilræði við Adolf Hitler sumarið 1944.

Á neðri myndinni er Olga Korbut, 15 ára fimleikastjarna Sovétríkjanna á ólympíuleikunum 1972.

Hér er mynd af henni í keppni, en hún vakti mikla athygli fyrir hve brosmild hún var.

Og þá er hér aftur línkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár