Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

116. spurningaþraut: Hverjir eiga auðveldara en aðrir með að geispa EKKI þegar einhver í umhverfinu geispar

116. spurningaþraut: Hverjir eiga auðveldara en aðrir með að geispa EKKI þegar einhver í umhverfinu geispar

Hér er, herrar mínir og frúr, þrautin frá í gær.

Aukaspurning 1:

Hver er sá glæsilegi maður sem sést á myndinni hér að ofan?

Hin aukaspurningin kemur svo hér að neðan, fyrst eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Þótt forsetar og þjóðarleiðtogar séu mikið á ferðinni er sjaldgæft að þeir súpi grand af því. En forseti hvaða ríkis fórst í flugslysi í apríl 2010 ásamt fjölda æðstu embættismanna í sama ríki?

2.   Lisbeth Salander heitir snjöll kona í glæpasagnaröð eftir ... ja, eftir hvern?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Bosníu & Hersegóvínu?

4.   Árið 2015 sá háskólinn í Baylor í Texas ástæðu til að kanna hvers konar fólk hefði mestu og svo minnstu tilhneiginguna til að byrja að geispa ef einhver geispar í nágrenninu. Í ljós kom að ein tegund fólks réði miklu betur en aðrir við að bæla niður geispann, sama þótt allir væru geispandi í kringum það. Hvers konar fólk geispar miklu síður en aðrir við þessar aðstæður?

5.   Hvaða nes eða skagi er á milli Þistilfjarðar og Bakkafjarðar?

6.   Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Boris Johnson?

7.   Lella Lombardi andaðist úr krabbameini fimmtug að aldri 1992. Hún er fræg fyrir að vera ein aðeins fimm kvenna, sem hafa náð ákveðnum árangri á sviði sem karlar einoka að öðru leyti. Og hún er sú þessara fimm kvenna sem náði langbestum árangri. Það gerðist í ákveðinni keppni á Spáni árið 1975. Þar náði Lombardi sjötta sæti og þótti mikið afrek í keppni við eintóma karla. Því miður fyrir Lombardi skyggði mjög á frammistöðu hennar að fjórir áhorfendur létu lífið þar sem þeir horfðu á þá sömu keppni - þótt það kæmi hennar framgangi ekkert við. Hvaða keppni er hér um að ræða?

8.   Orð, sem í rauninni á við tungumálaflokk, er líka notað um þjóðahóp sem hefst við í Afríku sunnan Sahara og ekki síst kringum og sunnan miðbaugs. Margir þekkja orðið svahílí sem á við eitt af tungumálunum í þessum flokki, en þau eru mun fleiri og eru töluð af miklum fjölda manna. Hvað er orðið sem er notað um þessi tungumál og þessar þjóðir í suðurhluta Afríku?

9.   Sarah Palin hét varaforsetaefni John McCains í bandarísku forsetakosningunum 2008. Hún var þá lítt þekktur ríkisstjóri í hvaða ríki Bandaríkjanna?

10.   Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra hefur fengist við ýmislegt auk stjórnmála. Hún vann á skrifstofu, sinnti verkalýðsmálum og var ... ja, hvað er þekktasta starf hennar áður út í pólitíkina kom?

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

Og þá ... vindum við okkur í svörin!

1.   Póllands.

2.   Stig Larsson.

3.   Sarajevó.

4.   Síkópatar, öðru nafni siðlaust fólk.

5.   Langanesi.

6.   Theresa May.

7.    Formúlu 1 kappaksturinn.

8.   Bantú.

9.   Alaska.

10.   Flugfreyja.

Á myndinni er fylgir fyrri aukaspurningu má sjá Oscar Wilde hafa það huggulegt.

Á neðri er Auður Laxness, hér má sjá hana þegar hún fór með eiginmanni að sækja Nóbelsverðlaunin til Svíþjóðar.

Og hér er svo aftur linkur á þrautina frá í gær.

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár