Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

112. spurningaþraut: Hverjir byggðu borgina Cahokia? og fleiri spurningar

112. spurningaþraut: Hverjir byggðu borgina Cahokia? og fleiri spurningar

Hérna eru „10 af öllu tagi“ frá því í gær.

Aukaspurningar eru tvær að venju, sú fyrri snýst um myndina hér að ofan. Hvaða hafsvæði er þetta?

Hin aukaspurningin kemur á eftir aðalspurningunum tíu.

Þær eru þessar:

1.   Hver gaf út árið 1969 skáldsöguna Leigjandann um uppivöðslusaman leigjanda?

2.   Hver lék Elísabetu drottningu af Bretlandi í kvikmyndinni The Queen frá 2006?

3.   Hvers konar fyrirbæri eru Pikachu, Charmander og Mewtwo?

4.   Hvað hét eiginkona Winston Churchills?

5.   Fyrir hvaða flokk situr Oddný Harðardóttir á þingi?

6.   Hvað þýðir rússneska orðið „babúsjka“'

7.   Eftir því sem best er vitað er broddafura ein í Bandaríkjunum í Kaliforníu elsta núlifandi tré í heimi. Furan er kölluð Metúsalem en hve gömul er hún? Hér má skeika 350 árum til eða frá.

8.   Það er ekki tilviljun að furan er kölluð Metúsalem, því það nafn er gjarnan notað yfir árumprýdda öldunga. Ástæðan er sú að hinn fyrsti Metúsalem var ...?

9.   Jóhann Karl fyrrum Spánarkóngur hefur lítt farið í felur með framhjálhald sitt bæði fyrir og eftir að hann sat í hásæti Spánar. Drottning hans hefur að mestu látið sig hafa það. Hvað heitir hún?

10.   Cahokia eru þær kallaðar, rústir borgar sem var upp á sitt besta á árunum 1000-1300 eftir Krist, en þá bjuggu þar líklega um 40.000 manns, sem þýðir að borgin var fjölmennari en London. Seinna tæmdist hún alveg og gleymdist, og þegar leifar hennar fundust rak menn í rogastans því enginn hafði áttað sig á því fyrr að fólk á þessu svæði hefði reist og búið í borgum fyrir svo löngu. Hvar eru þessar borgarrústir?

Seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

 Hér eru svörin:

1.   Svava Jakobsdóttir.

2.   Helen Mirren.

3.   Pókemon-fígurur.

4.   Clementine.

5.   Samfylkinguna.

6.   Amma.

7.   Tréð er 4.850 ára gamalt. Því dæmist rétt vera allt frá 4.500 árum til 5.200 ára.

8.   Elsta persónan í Biblíunni. Hann varð 969 ára.

9.   Soffía.

10.  Cahokia var þar sem nú er Missouri-ríki í Bandaríkjunum. Nóg er að nefna Bandaríkin.

Þá er það hafsvæðið í fyrri aukaspurningunni. Þar má sjá Malakka-sund milli Malasíu og indónesísku eyjarinnar Súmötru. Ef menn nefna „sundið við Síngapúr“ eða eitthvað þvíumlíkt, þá hef ég ákveðið eftir nokkurt sálarstríð að gefa einnig rétt fyrir það.

Hér má sjá stærri hluta sundsins:

Seinni aukaspurningin sýnir aftur á móti Hæle Selassí keisara Eþíópíu 1916-1974.

Hér er svo aftur linkur á „10 af öllu tagi“ frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár