Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

112. spurningaþraut: Hverjir byggðu borgina Cahokia? og fleiri spurningar

112. spurningaþraut: Hverjir byggðu borgina Cahokia? og fleiri spurningar

Hérna eru „10 af öllu tagi“ frá því í gær.

Aukaspurningar eru tvær að venju, sú fyrri snýst um myndina hér að ofan. Hvaða hafsvæði er þetta?

Hin aukaspurningin kemur á eftir aðalspurningunum tíu.

Þær eru þessar:

1.   Hver gaf út árið 1969 skáldsöguna Leigjandann um uppivöðslusaman leigjanda?

2.   Hver lék Elísabetu drottningu af Bretlandi í kvikmyndinni The Queen frá 2006?

3.   Hvers konar fyrirbæri eru Pikachu, Charmander og Mewtwo?

4.   Hvað hét eiginkona Winston Churchills?

5.   Fyrir hvaða flokk situr Oddný Harðardóttir á þingi?

6.   Hvað þýðir rússneska orðið „babúsjka“'

7.   Eftir því sem best er vitað er broddafura ein í Bandaríkjunum í Kaliforníu elsta núlifandi tré í heimi. Furan er kölluð Metúsalem en hve gömul er hún? Hér má skeika 350 árum til eða frá.

8.   Það er ekki tilviljun að furan er kölluð Metúsalem, því það nafn er gjarnan notað yfir árumprýdda öldunga. Ástæðan er sú að hinn fyrsti Metúsalem var ...?

9.   Jóhann Karl fyrrum Spánarkóngur hefur lítt farið í felur með framhjálhald sitt bæði fyrir og eftir að hann sat í hásæti Spánar. Drottning hans hefur að mestu látið sig hafa það. Hvað heitir hún?

10.   Cahokia eru þær kallaðar, rústir borgar sem var upp á sitt besta á árunum 1000-1300 eftir Krist, en þá bjuggu þar líklega um 40.000 manns, sem þýðir að borgin var fjölmennari en London. Seinna tæmdist hún alveg og gleymdist, og þegar leifar hennar fundust rak menn í rogastans því enginn hafði áttað sig á því fyrr að fólk á þessu svæði hefði reist og búið í borgum fyrir svo löngu. Hvar eru þessar borgarrústir?

Seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

 Hér eru svörin:

1.   Svava Jakobsdóttir.

2.   Helen Mirren.

3.   Pókemon-fígurur.

4.   Clementine.

5.   Samfylkinguna.

6.   Amma.

7.   Tréð er 4.850 ára gamalt. Því dæmist rétt vera allt frá 4.500 árum til 5.200 ára.

8.   Elsta persónan í Biblíunni. Hann varð 969 ára.

9.   Soffía.

10.  Cahokia var þar sem nú er Missouri-ríki í Bandaríkjunum. Nóg er að nefna Bandaríkin.

Þá er það hafsvæðið í fyrri aukaspurningunni. Þar má sjá Malakka-sund milli Malasíu og indónesísku eyjarinnar Súmötru. Ef menn nefna „sundið við Síngapúr“ eða eitthvað þvíumlíkt, þá hef ég ákveðið eftir nokkurt sálarstríð að gefa einnig rétt fyrir það.

Hér má sjá stærri hluta sundsins:

Seinni aukaspurningin sýnir aftur á móti Hæle Selassí keisara Eþíópíu 1916-1974.

Hér er svo aftur linkur á „10 af öllu tagi“ frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár