„Þeir dæmdu mig ekki til dauða vegna þess að ég hafði drepið mann – heldur af því að þeir eru hræddir við að leyfa mér að lifa.“ Þetta mælir söguhetjan í bókinni Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og lýsir afstöðu eða hræðslu einræðisstjórna við fólk sem hefur sterka rödd í stöðnuðu samfélagi.
Nawal El Saadawi, rithöfundur og baráttukona fyrir mannréttindum, er fædd í Egyptalandi árið 1931. Ég hef tvisvar hlustað á hana flytja erindi og orðið fyrir áhrifum. Hún knýr lesendur og hlustendur til að endurskoða hug sinn og mótmæla óréttlæti af krafti. Bókin hennar, Kona í hvarfpunkti, kom út 2019 hjá Angústúru í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Hún kom fyrst út árið 1975 í Líbanon og hefur verið þýdd á 23 tungumál.
Hættulegt að vera umbyltandi manneskja
„Góðan daginn, ég er rithöfundur frá Mið-Austurlöndum,“ sagði Nawal el Saadawi á málþingi í Stokkhólmi 2008 og hélt svo áfram: …
Athugasemdir