Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna: „Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða“

Formað­ur Efl­ing­ar seg­ist hætt því að fyr­ir­líta sjálfa sig fyr­ir að vera „of við­kvæm“. Hún seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, beita and­legu of­beldi og vill berj­ast fyr­ir því að kven­hat­andi karl­menn missi völd sín.

Sólveig Anna: „Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða“
Sólveig Anna Jónsdóttir og Björn Bjarnason Dómsmálaráðherrann fyrrverandi sagði formann Eflingar vera strengjabrúðu tveggja karlmanna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera kvenréttindi að verða leið þegar karlmenn gera lítið úr verkum kvenna. Hún sakar Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um andlegt ofbeldi fyrir skrif sín.

Björn skrifaði um forystu verkalýðshreyfingarinnar á vefsíðu sinni á föstudag: „Það sannast enn í viðtali sem sagt er frá á dv.is í dag (24. júlí) að Drífa Snædal, forseti ASÍ, stendur á vinstri jaðrinum og hrópar þaðan. Hún vill knýja fram öfgafull markmið í anda Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sósíalistans í formennsku Eflingar-stéttarfélags, strengjabrúðu Viðars Þorsteinssonar og Gunnars Smára Egilssonar, höfuðsmiða Sósíalistaflokks Íslands. Þar er skuggastjórn ASÍ.“

Sólveig Anna svarar skrifum Björns í pistli á Facebook í dag. „Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kallar mig á vefsíðu sinni enn á ný „strengjabrúðu“ tveggja karlmanna. Áður hefur hann að ég sé „gerð út“ af þessum sömu mönnum.“

Hún segist hafa hugsað um orð hans áður en hún hafi farið að sofa í gærkvöldi. Útlistar hún öll þau störf sem hún hefur unnið um ævina og verkefni sín í gegnum tíðina. „Ég hugsaði um lifaða ævi konu,“ skrifar hún. „Um það sem ég hef reynt og gert, sagt og hugsað. Um að ég hef ávallt, frá því að ég var lítil stelpa, verið eins einbeitt og ég get í því að hugsa um skoðanir mínar, af hverju ég hef þær, hvers vegna ég geri það sem ég geri. Að ég er vissulega óskólagengin, „bara“ með grunnskólapróf, en hef samt alltaf verið mjög ströng við sjálfa mig um að lesa og fræðast um það sem gerist í veröldinni og það sem hefur gerst. Vegna þess að það hefur skipt mig mjög miklu máli að vita með sjálfri mér að skoðanir mínar séu mínar eigin, byggðar á upplýstri afstöðu og lifaðri reynslu.“

Ætlar ekki að verða köld og hörð

Hún segir það gera hana dapra að verða aldrei meira en „strengjabrúða“ í hugum valdamikilla manna. „Þessi konu-partur veit og viðurkennir að svona orðfæri er andlegt ofbeldi. Notað til að kúga og þagga. Notað til að særa og lítillækka. Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða. Ég upplifi vanmátt þegar það gerist. Mér finnst leiðinlegt að mamma mín sjái og heyri svona tal. Mér finnst leiðinlegt að dóttir mín sjái það og heyri. Og mér finnst það leiðinlegt mín sjálfrar vegna; leiðinlegt vegna þeirrar stelpu sem ég var, ungu konu og nú fullorðnu konu.“

Sólveig Anna segir tilfinningar kvenna vera notaðar gegn þeim.  „Ég veit að ég er ekki strengjabrúða eins né neins og ég veit að það er fráleitt að halda því fram. Ég veit líka að því verður aldrei hætt. En ég ákvað í gærkvöldi að verða samt alltaf leið þegar það gerist. Ég ætla ekki að pína konu-partinn til að verða kaldan og harðan gagnvart ógeðinu, heldur halda í tilfinninguna og leyfa henni að lifa.“

„Það eru kvenréttindi mín að verða leið“

Segist hún því vilja viðurkenna tilfinningar sínar fyrir sér sjálfri. „Kven-fjandsemin er víða og baráttan gegn henni þessvegna háð útum allt, líka inn í okkar eigin heilum og hjörtum. Ég hef oft fyrirlitið sjálfa mig fyrir að vera „of viðvæm“. En ég er hætt því. Það eru kvenréttindi mín að verða leið. Ég ætla ekki að breytast. Það sem ég ætla að gera er að berjast fyrir því að kven-hatandi mennirnir með ljótu orðin og hugsanirnar missi völdin sín. Það er barátta sem er þess virði að taka þátt í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár