Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

89. spurningaþraut: Hvernig eignaðist ríkasta kona heimsins milljarðana sína 7.560 og fleira

89. spurningaþraut: Hvernig eignaðist ríkasta kona heimsins milljarðana sína 7.560 og fleira

Aukaspurningar:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér fyrir ofan? (Alveg eins og í gær, þetta er samt ekki úr sömu bíómynd!)

Og hver er konan á neðri myndinni?

En þá eru það hinar tíu:

1.   Kinks var ein af helstu „Bítlahljómsveitunum“ í gamla daga. Hún mun raunar enn vera til. Hver er leiðtogi hljómsveitarinnar, lagasmiður og söngvari?

2.   Sá góði maður var um tíma í sambandi við söngkonu einnar helstu nýbylgjuhljómsveitunum sem fram komu um 1980, og þau eignuðust meira aðs egja dóttur saman. Söngkonan heitir Chryssie Hynde en hvað heitir hljómsveitin hennar?

3.   Hver er höfuðborgin í Sýrlandi?

4.   Aðeins tvær af reikistjörnum sólkerfisins hafa engin tungl. Hverjar eru þær? Hér verður að sjálfsögðu að vita um þær báðar, hálf stig eru ekki í boði.

5.   Fyrir hvaða flokk situr Lilja Rafney Magnúsdóttir á þingi?

6.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndaflokknum Alien?

7.   Pagani Zonda HP Barchetta mun vera dýrasta eða næstdýrasta fyrirbæri heims af sinni gerð. Hvað er Pagani Zonda HP Barchetta?

8.   Alice Walton heitir bandarísk kona sem sögð er ríkasta kona heimsins. Þegar síðast fréttist var hún talin geta önglað saman 7.560 milljörðum íslenskra króna - eða þar um bil. En hvaðan ætli auður hennar komi?

9.   Kópavogur er næststærsti þéttbýlisstaður Íslands eins og flestir vita. En hversu margir búa í Kópavogi? Hér má skeika 2.000 manns til eða frá.

10.   Hvað kallar hún sig, íslenska leikkonan sem fór með eitt helsta hlutverkið í ensku sjónvarpsseríunni Poldark fyrir fáeinum misserum?

1.   Ray Davies.

2.   Pretenders.

3.   Damaskus.

4.   Markúr og Venus.

5.   Vinstri græn.

6.   Sigourney Weaver.

7.   Pagani Zonda HP Barchetta er vitaskuld bíll. Svona lítur hann út:

8.   Hún er einn af erfingjum Walmart-súpermarkaðaveldisins í Bandaríkjunum.

9.   Íbúar Kópavogs munu vera rétt um 36.000, svo hér telst vera rétt allt frá 34-38 þúsund.

10.   Heida Reed. 

Hér eru spurningar frá í gær.

Skjáskotið er úr myndinni 1917.

Konan á neðri myndinni er Eleanor Roosevelt forsetafrú í Bandaríkjunum með meiru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár