Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

89. spurningaþraut: Hvernig eignaðist ríkasta kona heimsins milljarðana sína 7.560 og fleira

89. spurningaþraut: Hvernig eignaðist ríkasta kona heimsins milljarðana sína 7.560 og fleira

Aukaspurningar:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér fyrir ofan? (Alveg eins og í gær, þetta er samt ekki úr sömu bíómynd!)

Og hver er konan á neðri myndinni?

En þá eru það hinar tíu:

1.   Kinks var ein af helstu „Bítlahljómsveitunum“ í gamla daga. Hún mun raunar enn vera til. Hver er leiðtogi hljómsveitarinnar, lagasmiður og söngvari?

2.   Sá góði maður var um tíma í sambandi við söngkonu einnar helstu nýbylgjuhljómsveitunum sem fram komu um 1980, og þau eignuðust meira aðs egja dóttur saman. Söngkonan heitir Chryssie Hynde en hvað heitir hljómsveitin hennar?

3.   Hver er höfuðborgin í Sýrlandi?

4.   Aðeins tvær af reikistjörnum sólkerfisins hafa engin tungl. Hverjar eru þær? Hér verður að sjálfsögðu að vita um þær báðar, hálf stig eru ekki í boði.

5.   Fyrir hvaða flokk situr Lilja Rafney Magnúsdóttir á þingi?

6.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndaflokknum Alien?

7.   Pagani Zonda HP Barchetta mun vera dýrasta eða næstdýrasta fyrirbæri heims af sinni gerð. Hvað er Pagani Zonda HP Barchetta?

8.   Alice Walton heitir bandarísk kona sem sögð er ríkasta kona heimsins. Þegar síðast fréttist var hún talin geta önglað saman 7.560 milljörðum íslenskra króna - eða þar um bil. En hvaðan ætli auður hennar komi?

9.   Kópavogur er næststærsti þéttbýlisstaður Íslands eins og flestir vita. En hversu margir búa í Kópavogi? Hér má skeika 2.000 manns til eða frá.

10.   Hvað kallar hún sig, íslenska leikkonan sem fór með eitt helsta hlutverkið í ensku sjónvarpsseríunni Poldark fyrir fáeinum misserum?

1.   Ray Davies.

2.   Pretenders.

3.   Damaskus.

4.   Markúr og Venus.

5.   Vinstri græn.

6.   Sigourney Weaver.

7.   Pagani Zonda HP Barchetta er vitaskuld bíll. Svona lítur hann út:

8.   Hún er einn af erfingjum Walmart-súpermarkaðaveldisins í Bandaríkjunum.

9.   Íbúar Kópavogs munu vera rétt um 36.000, svo hér telst vera rétt allt frá 34-38 þúsund.

10.   Heida Reed. 

Hér eru spurningar frá í gær.

Skjáskotið er úr myndinni 1917.

Konan á neðri myndinni er Eleanor Roosevelt forsetafrú í Bandaríkjunum með meiru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu