Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg 1 hefur skekið þjóðina og varpað fram flóknum og erfiðum spurningum um ábyrgð; hvað hún merkir, hvar hún liggur og hvers eðlis hún er. Upplýsingastjóri Reykjavíkur þvertekur fyrir að borgin beri nokkra ábyrgð gagnvart leigjendum hússins og segir spurningar þess efnis fráleitar. Velferðarsvið hefur hins vegar leitast við að aðstoða þá einstaklinga sem bjuggu í húsinu. Fjöldi aðila og stofnanna hafa komið að aðdraganda og eftirköstum málsins á einn eða annan hátt og ljóst er að bresti má finna á kerfinu.
Ítrekaðar kvartanir hafa borist eftirlitsaðilum vegna húsnæðisins og varað hefur verið við hættu á eldsvoða. Eigandi hússins hafði þar að auki fengið synjun frá slökkviliði við umsókn á gistileyfi fyrir húsnæðið á grundvelli eldhættu. Eigandinn á jafnframt fimm aðrar eignir í gegnum félagið HD verk ehf., meðal annars Bræðraborgarstíg 3 sem einnig er …
Athugasemdir