Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna

Stund­in ræddi við fjór­ar ís­lensk­ar kon­ur af asísk­um upp­runa, Díönu Katrínu Þor­steins­dótt­ur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa lent í rasísku kyn­ferð­isof­beldi og kyn­ferð­is­leg­um ras­isma frá því þær voru á grunn­skóla­aldri. Þær segja þol­in­mæð­ina að þrot­um komna og vilja skila skömm­inni þar sem hún á heima.

Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Díana Katrín, Dýrfinna Benita, Donna Cruz og Anna Jia Konurnar deila reynslu sinni af rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma sem þær hafa upplifað frá því á grunnskólaaldri.

Díana Katrín Þorsteinsdóttir, Donna Cruz, Anna Jia og Dýrfinna Benita, ungar íslenskar konur af asískum uppruna, ræddu við Stundina um reynslu sína af rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma, sem staðalmynd asísku vændiskonunnar viðheldur og normalíserar. Dýrfinna lýsir rasískri kynferðislegri áreitni sem hélt henni í ótta á grunnskólaárunum: „Ég var oft mjög hrædd í skólanum. Það var hópur af strákum sem var alltaf að hóta að hópnauðga mér og berja mig ef þeir sæju mig utan skólans. Ég þurfti líka alltaf að heyra að mamma mín væri keypt og ég væri taílensk mella.“

Anna Jia segir ábyrgð hinna fullorðnu vera mikla, þar sem þessi tegund rasisma sé ekki sjálfsprottin úr hugarheimi barna. „Tíu ára börn eru að koma upp að þeim og segja að mamma þeirra sé hóra af hrísgrjónaakri í Taílandi sem hafi verið flutt inn til landsins í gám af pabba þeirra sem sé melludólgur. Það er ekkert tíu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár