Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Saga þrælasölunnar ljóslifandi

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son hef­ur ekki heyrt jafn sker­andi grát­ur og á safni í Senegal þar sem fjall­að er um þræla­söl­una.

Saga þrælasölunnar ljóslifandi
Í Malí Vestur-afrískur drengur í úrhelli í Bamakó, höfuðborg Malí. Mynd: Páll Stefánsson

Dagurinn 25. maí fer í sögubækurnar en þann dag dó George Floyd, bandarískur blökkumaður, kæfður undir hné hvíts lögreglumanns í borginni Minneapolis. Hann er ekki fyrsti blökkumaðurinn sem lætur lífið vestanhafs af völdum lögreglunnar og ekki sá síðasti. En morðið leiddi af sér öldu reiði og móttmæla, hjá hvítum sem svörtum, sem sögðu hingað og ekki lengra. Sem betur fer varð til sterk undiralda að bæta réttindi blökkufólks, sem telur 13% eða 41 milljón af íbúum Bandaríkjanna.

Í New YorkUndir frelsisstyttunni á Staten Island njóta mæðgurnar útsýnisins til Manhattan, hjarta New York-borgar.

Það er 1,1 milljarður blökkumanna í heiminum í dag, einu prósenti meira á heimsvísu en hlutfall þeirra í Bandaríkjunum. Utan Afríku sunnan Sahara eru flestir í Brasilíu, eða 80 milljónir, nær helmingur þjóðarinnar. Næstir koma síðan Bandaríkjamenn.

Einn allra ljótasti blettur á sögu okkar mannkyns er þrælaverslunin, allt frá Afríku, yfir Atlantshafið til Ameríku. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár