Bandaríkin ganga nú í gegnum hnignunarskeið sem mörgum heimamönnum og vinum þeirra úti um allan heim finnst þungbært að standa frammi fyrir. Teiknin eru skýr.
-
Bandaríkjamenn lifa að jafnaði fjórum árum skemur en margar Evrópuþjóðir þótt þeir verji í krónum og dölum talið tvisvar sinnum hærra hlutfalli landsframleiðslu sinnar til heilbrigðisþjónustu en tíðkast í Evrópu.
-
Meðalævi Bandaríkjamanna talin í árum stóð í stað þrjú ár í röð 2015-2017 í fyrsta sinn síðan í spænsku veikinni 1918-1919.
-
Kaupmáttur venjulegra launatekna í Bandaríkjunum hefur staðið í stað í meira en 40 ár meðan tekjur og eignir auðmanna þar hafa risið upp í áður óþekktar hæðir.
-
Til að ná endum saman þurfa bandarískir launþegar að jafnaði að vinna mun lengri vinnuviku en tíðkast í Evrópu.
-
Samt hefur næstum helmingur bandarískra heimila ekki ráð á að kaupa ný dekk undir bílinn sinn eða stofna til hliðstæðra útgjalda án þess að setja fjárhag sinn á …
Athugasemdir