Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra býð­ur þing­mönn­um til minn­ing­ar­at­hafn­ar vegna 50 ára frá elds­voð­an­um á Þing­völl­um sem tók líf þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, konu hans og dótt­ur­son­ar.

Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra býður þingmönnum að minnast eldsvoðans á Þingvöllum sem tók líf þriggja.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð í dag þingmönnum á minningarathöfn um eldsvoðann á Þingvöllum árið 1970 sem tók líf þriggja.

„Þann 10. júlí nk. verða 50 ár liðin frá því að þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og ungur dóttursonur þeirra létust í eldsvoða að Þingvöllum er svonefnt Konungshús brann,“ segir í tölvupósti frá ritara ráðherra til þingmanna. „Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til stuttrar minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum.“

Bjarni hafði verið forsætisráðherra um sjö ára skeið þegar harmleikurinn átti sér stað, en áður var hann ritstjóri Morgunblaðsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, býður yður hér með að vera við minningarathöfn í tilefni framangreindra tímamóta,“ segir í póstinum til þingmanna. „Athöfnin mun fara fram á Þingvöllum við minningarsteininn þann 10. júlí nk. og hefst hún kl. 15.00. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár