Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra býð­ur þing­mönn­um til minn­ing­ar­at­hafn­ar vegna 50 ára frá elds­voð­an­um á Þing­völl­um sem tók líf þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, konu hans og dótt­ur­son­ar.

Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra býður þingmönnum að minnast eldsvoðans á Þingvöllum sem tók líf þriggja.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð í dag þingmönnum á minningarathöfn um eldsvoðann á Þingvöllum árið 1970 sem tók líf þriggja.

„Þann 10. júlí nk. verða 50 ár liðin frá því að þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og ungur dóttursonur þeirra létust í eldsvoða að Þingvöllum er svonefnt Konungshús brann,“ segir í tölvupósti frá ritara ráðherra til þingmanna. „Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til stuttrar minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum.“

Bjarni hafði verið forsætisráðherra um sjö ára skeið þegar harmleikurinn átti sér stað, en áður var hann ritstjóri Morgunblaðsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, býður yður hér með að vera við minningarathöfn í tilefni framangreindra tímamóta,“ segir í póstinum til þingmanna. „Athöfnin mun fara fram á Þingvöllum við minningarsteininn þann 10. júlí nk. og hefst hún kl. 15.00. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár