COVID-19 farsóttin hefur kippt fótunum undan ferðaþjónustunni og leitt til þess að veitingageirinn og fjölmörg þjónustustörf standa á brauðfótum. Án ferðamanna hefur stór iðnaður hrunið, iðnaður sem er sjálfur rekinn af vinnuframlagi innflytjenda. Tölur Vinnumálastofnunar frá apríl sýndu að 33.637 manns, eða 17,8 prósent af vinnuafli landsins, hefðu farið á bætur frá hinu opinbera. 10,3 prósent voru á hlutabótum ríkisins og 7,5 prósent á atvinnuleysisbótum.
Hlutabótaleið íslenska ríkisins hefur verið umdeild. Ráðamenn hafa sagt að fyrirtæki sem nýta sér skattaskjól eða greiði sér arð geti ekki notið hana, en slík ákvæði er hvergi að finna í lögum. Nágrannaríki eins og Danmörk og Svíþjóð hafa sett skilyrði sem banna nýtingu skattaskjóla, en þrátt fyrir hávær mótmæli hefur slíkum skilyrðum ekki verið komið fyrir. Ríkisendurskoðandi hefur einnig gert athugasemd við það að mörg fyrirtæki hafi nýtt sér þetta úrræði án þess að þurfa þess.
Þrátt fyrir þessa vankanta er augljóst að þessi …
Athugasemdir