Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppáhaldsstaðirnir: „Mátulega krefjandi fyrir alla“

Carol­ine Chér­on er fransk­ur inn­an­húss­stílisti sem er bú­sett á Álfta­nesi ásamt eig­in­manni og þrem­ur börn­um. Fjöl­skyld­an kol­féll fyr­ir Ís­landi þeg­ar þau ferð­uð­ust hing­að fyr­ir nokkr­um ár­um og ákváðu að hér vildu þau setj­ast að. Ferða­lög­in um Ís­land hafa ver­ið mörg frá því þau fluttu til lands­ins en Carol­ine seg­ir að Vest­ur­land­ið sé í mestu upp­á­haldi.

Uppáhaldsstaðirnir: „Mátulega krefjandi fyrir alla“
Caroline Chéron er frönsk og flutti til Íslands fyrir tveimur árum. Hún elskar að ferðast um landið með Benoit eiginmanni sínum og tveimur börnum.

Fossinn Glymur og landslagið í kringum hann er í algjöru uppáhaldi. Auðvitað er landslagið ægifagurt en aðallega höldum við upp á þetta svæði vegna þess að gangan er mátulega krefjandi fyrir alla, eins og til dæmis að þurfa að fara yfir ána á viðardrumb, að ganga upp að fossinum, vaða aftur yfir ána á sleipum steinum án þess að detta og svo hlaupa alla leiðina niður! Það er fullkomið að fara með gott nesti í þetta dásamlega umhverfi.  

Annar staður sem Caroline nefnir er lítill foss í Hvalfirði sem er minna þekktur en Glymur og heitir Sjávarfoss. Þessi foss er auðvitað ekkert í samanburði við Glym en það sem okkur finnst skemmtilegt er að elta ána, fara yfir hana, blotna í fæturna og hlæja mikið. Krökkunum finnst þetta mjög gaman og þetta hafa verið miklar gæðastundir. Svo er annar staður sem okkur þykir mjög vænt um, en það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár