Óeirðirnar vestanhafs tákna uppreisn fólks gegn formgerðum sem kúga, jaðarsetja og drepa svart fólk. Mótmælin hafa nú dreifst víða um heiminn, þar sem önnur lönd stíga fram til stuðnings við málstaðinn, en neyðast í senn til þess að líta í eigin barm. Það hefur oft verið sagt að penninn sé máttugari en sverðið, en þó svo að deila megi um praktískt gildi þeirra í beinum handalögmálum er ljóst að ritað orð hefur meiri mátt en nokkuð annað í mótun orðræðu og huglægni manna. Með því að festa orð í rit getum við fangað og miðlað veruleikanum á hátt sem endurómar kynslóða á milli. Baráttan fyrir jafnrétti kynþátta hefur verið löng og hægvinn, en hún hefur alltaf verið í gangi – ekki síst í gegnum bókmenntir.
Samtalið sem við þurfum að eiga til þess að takast á við vandamálin verður engum auðvelt, en það er nauðsynleg forsenda breytinga. Skilaboðin eru skýr; …
Athugasemdir