54. spurningaþraut: NATO, Barbarossa og klaufalegur hundur

54. spurningaþraut: NATO, Barbarossa og klaufalegur hundur

Aukaspurningar tvær, hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan og hvað heitir karlmaðurinn á myndinni hér að neðan.

En aðalspurningar eru þessar:

1.   Hvaða ár hófst Barbarossa-innrás Þýskalands í Sovétríkin?

2.   Hvað kallast Breiðafjarðarferjan?

3.   Hver hinna norrænu karlkyns ása bjó að Breiðabliki?

4.   Hver er þjálfari karlakyns Breiðabliks í fótbolta?

5.   Hvað hétu hrafnar Óðins í norrænu goðafræðinni?

6.   Greta Gervig gerði eina vinsælustu bandarísku kvikmyndina á síðasta ári þar sem þær Saoirse Ronan, Emma Watson og fleiri léku aðalhlutverk. Hvað hét myndin?

7.   Hver skrifaði glæpasögurnar Gildran, Netið og Búrið?

8.   Árið 1932 kynnti Walt Disney til sögunnar nýja persónu í stuttri teiknimynd. Um var að ræða klaufalegan hund sem hét Dippy Dawg. Í annarri teiknimynd síðar á því sama ári birtist hundurinn aftur en nú undir nýju nafni, og sló í gegn. Hvað hefur hundurinn síðan heitið?

9.   Hvað heitir höfuðborgin í Úkraínu?

10.   Ísland er aðili að NATO, varnarsamtökum vestrænna ríkja, sem svo nefna sig. En fyrir hvað stendur skammstöfunin N-A-T-O?

1.   1941.

2.   Baldur.

3.   Baldur.

4.   Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þið ráðið hvort þið látið „Óskar Hrafn“ duga.

5.   Huginn og Muninn.

6.   Little Women.

7.   Lilja Sigurðardóttir.

8.   Goofy á ensku, Guffi á íslensku. Ýmsar útgáfur af hinu danska Fedtmule eru líka leyfðar.

9.   Kiev.

10.   North Atlantic Treaty Organization.

Fjallið heitir að sjálfsögðu Lómagnúpur og karlinn Salvador Dali. Svona er myndin í heild:

En hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár