Aukaspurningar tvær, hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan og hvað heitir karlmaðurinn á myndinni hér að neðan.
En aðalspurningar eru þessar:
1. Hvaða ár hófst Barbarossa-innrás Þýskalands í Sovétríkin?
2. Hvað kallast Breiðafjarðarferjan?
3. Hver hinna norrænu karlkyns ása bjó að Breiðabliki?
4. Hver er þjálfari karlakyns Breiðabliks í fótbolta?
5. Hvað hétu hrafnar Óðins í norrænu goðafræðinni?
6. Greta Gervig gerði eina vinsælustu bandarísku kvikmyndina á síðasta ári þar sem þær Saoirse Ronan, Emma Watson og fleiri léku aðalhlutverk. Hvað hét myndin?
7. Hver skrifaði glæpasögurnar Gildran, Netið og Búrið?
8. Árið 1932 kynnti Walt Disney til sögunnar nýja persónu í stuttri teiknimynd. Um var að ræða klaufalegan hund sem hét Dippy Dawg. Í annarri teiknimynd síðar á því sama ári birtist hundurinn aftur en nú undir nýju nafni, og sló í gegn. Hvað hefur hundurinn síðan heitið?
9. Hvað heitir höfuðborgin í Úkraínu?
10. Ísland er aðili að NATO, varnarsamtökum vestrænna ríkja, sem svo nefna sig. En fyrir hvað stendur skammstöfunin N-A-T-O?

1. 1941.
2. Baldur.
3. Baldur.
4. Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þið ráðið hvort þið látið „Óskar Hrafn“ duga.
5. Huginn og Muninn.
6. Little Women.
7. Lilja Sigurðardóttir.
8. Goofy á ensku, Guffi á íslensku. Ýmsar útgáfur af hinu danska Fedtmule eru líka leyfðar.
9. Kiev.
10. North Atlantic Treaty Organization.
Fjallið heitir að sjálfsögðu Lómagnúpur og karlinn Salvador Dali. Svona er myndin í heild:

Athugasemdir