Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?

Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?

Úr hvaða kvikmynd er skjámyndin hér að ofan?

Og krakki er á myndinni hér örlítið neðar?

Þetta eru aukaspurningarnar, en þær tíu venjulegu eru þessar:

1.   Rétt fyrir Covid-19 lokun samfélagsins hafði Borgarleikhúsið náð að frumsýna söngleik um Bubba Morthens. Hver samdi og leikstýrði þeim söngleik?

2.   Adolf Hitler hét maður. En hvað hét faðir hans - þá meina ég að fornafni?

3.   Annar Adolf hét Eichmann og var líka nasistasvín. Hann bar persónulega ábyrgð á dauða fjölda Gyðinga. Árið 1960 var Eichmann gómaður af Ísraelsmönnum eftir að hafa farið huldu höfði frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann var síðan leiddur fyrir ísraelskan rétt og dæmdur til dauða. En í hvaða landi var Eichmann handtekinn af Ísraelsmönnum?

4.   Hvað hét fyrsta konan sem settist á Alþingi?

5.   Hvað heitir höfuðborg Sádi-Arabíu?

6.   Í bók nokkurri kemur fyrir Séra-Guðmundar-kynið. Hvaða kyn er það?

7.   Hvað hét þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar Nirvana?

8.   Páll postuli er í heimildum sagður vera frá borginni Tarsus. Í hvaða ríki er hún núna?

9.   Hver skrifaði bókina um Múmínálfana?

10.   Við hvað fékkst Anna Akhmatova í lífinu?

Og hér eru svörin:

1.   Ólafur Egill Egilsson.

2.   Alois.

3.   Argentínu.

4.   Ingibjörg H. Bjarnason.

5.   Ríad.

6.   Fjárkyn, úr skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.

7.   In Utero.

8.   Tyrklandi.

9.   Tove Jansson.

10.   Hún var ljóðskáld. Rithöfundur dæmist því líka vera rétt.

Hér eru svörin við aukaspurningunum:

Interstellar - hét bíómyndin.

Angela Merkel - krakkinn.

Hérna er svo næsta spurningaþraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár