Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?

Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?

Úr hvaða kvikmynd er skjámyndin hér að ofan?

Og krakki er á myndinni hér örlítið neðar?

Þetta eru aukaspurningarnar, en þær tíu venjulegu eru þessar:

1.   Rétt fyrir Covid-19 lokun samfélagsins hafði Borgarleikhúsið náð að frumsýna söngleik um Bubba Morthens. Hver samdi og leikstýrði þeim söngleik?

2.   Adolf Hitler hét maður. En hvað hét faðir hans - þá meina ég að fornafni?

3.   Annar Adolf hét Eichmann og var líka nasistasvín. Hann bar persónulega ábyrgð á dauða fjölda Gyðinga. Árið 1960 var Eichmann gómaður af Ísraelsmönnum eftir að hafa farið huldu höfði frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann var síðan leiddur fyrir ísraelskan rétt og dæmdur til dauða. En í hvaða landi var Eichmann handtekinn af Ísraelsmönnum?

4.   Hvað hét fyrsta konan sem settist á Alþingi?

5.   Hvað heitir höfuðborg Sádi-Arabíu?

6.   Í bók nokkurri kemur fyrir Séra-Guðmundar-kynið. Hvaða kyn er það?

7.   Hvað hét þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar Nirvana?

8.   Páll postuli er í heimildum sagður vera frá borginni Tarsus. Í hvaða ríki er hún núna?

9.   Hver skrifaði bókina um Múmínálfana?

10.   Við hvað fékkst Anna Akhmatova í lífinu?

Og hér eru svörin:

1.   Ólafur Egill Egilsson.

2.   Alois.

3.   Argentínu.

4.   Ingibjörg H. Bjarnason.

5.   Ríad.

6.   Fjárkyn, úr skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.

7.   In Utero.

8.   Tyrklandi.

9.   Tove Jansson.

10.   Hún var ljóðskáld. Rithöfundur dæmist því líka vera rétt.

Hér eru svörin við aukaspurningunum:

Interstellar - hét bíómyndin.

Angela Merkel - krakkinn.

Hérna er svo næsta spurningaþraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár