Undanfarin tólf ár hefur Hótel Saga verið eins og annað heimili Guðrúnar Stefánsdóttur. Þar hefur hún starfað og þar hefur henni liðið vel. Þar hefur hún séð um morgunmat fyrir gesti og veislur. Þegar faraldurinn skall á var hluta starfsfólksins sagt upp, en ekki henni og ekki heldur eiginmanni hennar, sem hefur einnig starfað á hótelinu. Þar til einn daginn að allt starfsfólkið var boðað til fundar þar sem því var sagt upp. Alls var 110 sagt upp á Hótel Sögu, um helmingnum fyrir 1. apríl og restinni mánuði síðar.
Hjónin eru því nú í hópi þeirra Íslendinga sem sjá nú fram á atvinnuleysi. Alls sjá 7.000 manns fram á að missa vinnuna núna á næstu mánuðum og fram í september. Í einhverjum tilvikum má gera ráð fyrir því að þeir verði endurráðnir en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að stærstur hluti þessa hóps fari á atvinnuleysisskrá þegar líða tekur …
Athugasemdir