Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 26: Dóttir Stalíns og vinur Hróa hattar

Spurningaþraut 26: Dóttir Stalíns og vinur Hróa hattar

Hér er komin spurningaþrautin „10 af öllu tagi“ númer 25.

Aukaspurningar eru þessar:

Í hvaða borg er efri myndin tekin?

Hvað nefnist sú hvalategund sem sést á neðri myndinni?

En hér er svo spurt:

1.   Inn af Húnaflóa ganga nokkrir firðir. Við einn þeirra stendur bærinn Hvammstangi. Hvað heitir sá fjörður?

2.  Reikistjarnan Júpíter hefur um sig tugi tungla, en fjögur þeirra eru langstærst. Þau heita Ganymede, Callisto, Íó og … hvað heitir það fjórða?

3.   Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarson og fleiri komu fyrst fram á sjónarsviðið í íslensku listalífi með litlu leikhúsi eða leikhópi sem kallaðist …?

4.   Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra. Hvað er millinafn hennar?

5.   Jósef Stalín leiðtogi Sovétríkjanna átti eina dóttur. Mikla athygli vakti þegar hún stakk af frá Sovétríkjunum árið 1967. Hvað hét hún? Hér dugar fornafn hennar.

6.   Fyrir fimm árum, eða 2015, gerðist það í fyrsta sinn að blaðamaður fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Margir fyrri Nóbelsverðlaunahafa höfðu vissulega fengist mikið við blaðamennsku, en þessi höfundur frá Hvíta-Rússlandi hefur eingöngu sinnt blaðamennsku með mögnuðum viðtalsbókum þar sem fólk á ýmsum sviðum segir frá. Hvað heitir þessi Nóbelsverðlaunahafi?

7.   Kvikmyndastjarna nokkur fæddist árið 1905, náði ung heimsfrægð en er eftir á kunnust fyrir setninguna: „Ég vil vera ein,“ sem hún sagði í fleiri en einni bíómynd. Hún lést ein árið 1990. Hvað hét hún?

8.   Hvað er fullt nafn ungu sænsku stúlkunnar sem orðið hefur kunn fyrir umhverfisbaráttu sína síðustu misseri?

9.   Nú er að sjá hvort einhver man eftir Hróa hetti. Í sögunum um baráttu hans við að stela frá hinum ríku og gefa þeim fátæku er jafnan við hlið hans dyggur vinur og traustur baráttufélagi, heljarmenni að burðum. Hvað nefnist sá?

10.   Sigríður Tómasdóttir hét kona og er oft sögð hafa „bjargað Gullfossi“ þegar erlendir auðmenn ætluðu að kaupa fossinn í byrjun 20. aldar. Sigríður er jafnan kennd við bæinn þar sem hún bjó alla ævi. Hvað hét hann?

Hér eru svörin:

1.  Miðfjörður.

2.   Evrópa.

3.   Vesturport.

4.   Dögg.

5.   Svetlana Allilújéva. En Svetlana dugar.

6.   Svetlana Alexeév.

7.   Greta Garbo.

8.   Greta Thunberg.

9.   Litli Jón.

10.   Brattholt.

Efri myndin er tekin í Jerúsalem, eins og þekkja má af Al Aqsa moskunni sem aðeins sést í lengst til hægri.

Og hvalur sá hinn bægslamikli er hnúfubakur.

Hér er þrautin frá í gær. Tékkið endilega á henni líka.

Næsta þraut er hins vegar hér. Þar er líka spurt um allt mögulegt merkilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu