Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 26: Dóttir Stalíns og vinur Hróa hattar

Spurningaþraut 26: Dóttir Stalíns og vinur Hróa hattar

Hér er komin spurningaþrautin „10 af öllu tagi“ númer 25.

Aukaspurningar eru þessar:

Í hvaða borg er efri myndin tekin?

Hvað nefnist sú hvalategund sem sést á neðri myndinni?

En hér er svo spurt:

1.   Inn af Húnaflóa ganga nokkrir firðir. Við einn þeirra stendur bærinn Hvammstangi. Hvað heitir sá fjörður?

2.  Reikistjarnan Júpíter hefur um sig tugi tungla, en fjögur þeirra eru langstærst. Þau heita Ganymede, Callisto, Íó og … hvað heitir það fjórða?

3.   Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarson og fleiri komu fyrst fram á sjónarsviðið í íslensku listalífi með litlu leikhúsi eða leikhópi sem kallaðist …?

4.   Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra. Hvað er millinafn hennar?

5.   Jósef Stalín leiðtogi Sovétríkjanna átti eina dóttur. Mikla athygli vakti þegar hún stakk af frá Sovétríkjunum árið 1967. Hvað hét hún? Hér dugar fornafn hennar.

6.   Fyrir fimm árum, eða 2015, gerðist það í fyrsta sinn að blaðamaður fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Margir fyrri Nóbelsverðlaunahafa höfðu vissulega fengist mikið við blaðamennsku, en þessi höfundur frá Hvíta-Rússlandi hefur eingöngu sinnt blaðamennsku með mögnuðum viðtalsbókum þar sem fólk á ýmsum sviðum segir frá. Hvað heitir þessi Nóbelsverðlaunahafi?

7.   Kvikmyndastjarna nokkur fæddist árið 1905, náði ung heimsfrægð en er eftir á kunnust fyrir setninguna: „Ég vil vera ein,“ sem hún sagði í fleiri en einni bíómynd. Hún lést ein árið 1990. Hvað hét hún?

8.   Hvað er fullt nafn ungu sænsku stúlkunnar sem orðið hefur kunn fyrir umhverfisbaráttu sína síðustu misseri?

9.   Nú er að sjá hvort einhver man eftir Hróa hetti. Í sögunum um baráttu hans við að stela frá hinum ríku og gefa þeim fátæku er jafnan við hlið hans dyggur vinur og traustur baráttufélagi, heljarmenni að burðum. Hvað nefnist sá?

10.   Sigríður Tómasdóttir hét kona og er oft sögð hafa „bjargað Gullfossi“ þegar erlendir auðmenn ætluðu að kaupa fossinn í byrjun 20. aldar. Sigríður er jafnan kennd við bæinn þar sem hún bjó alla ævi. Hvað hét hann?

Hér eru svörin:

1.  Miðfjörður.

2.   Evrópa.

3.   Vesturport.

4.   Dögg.

5.   Svetlana Allilújéva. En Svetlana dugar.

6.   Svetlana Alexeév.

7.   Greta Garbo.

8.   Greta Thunberg.

9.   Litli Jón.

10.   Brattholt.

Efri myndin er tekin í Jerúsalem, eins og þekkja má af Al Aqsa moskunni sem aðeins sést í lengst til hægri.

Og hvalur sá hinn bægslamikli er hnúfubakur.

Hér er þrautin frá í gær. Tékkið endilega á henni líka.

Næsta þraut er hins vegar hér. Þar er líka spurt um allt mögulegt merkilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár