Rekstraraðilar munu þurfa að bjóða upp á hlutlaus baðherbergi til viðbótar við karla- og kvennaklósett ef salerni eiga að vera kyngreind, samkvæmt ákvæðum laga um kynrænt sjálfræði. Meginreglan er þó sú að salerni verði ekki kyngreind.
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Andrés spurði hvenær ráðherra mundi endurskoða lög og reglugerðir í sínum málaflokkum þannig að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni geri ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns.
Hlutlaus skráning kyns var heimiluð með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru í fyrra. Fullorðnum einstaklingum er heimilt að breyta skráningu kyns síns í þjóðskrá og heimilt er nú að skrá það hlutlaust, en ekki bara karlkyns eða kvenkyns.
Í svari Guðmundar kemur fram að þörf sé að breyta reglugerðum í …
Athugasemdir