Á bænum Litlu-Ávík á Ströndum er nú sauðburður í fullum gangi.
Bóndinn á bænum, Sigursteinn Sveinbjörnsson, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, er 81 árs gamall og býr einn í húsinu sem hann ólst upp í, en hann tók við búinu af mömmu sinni og stjúpa. Siggi vann einu sinni í fiski í Sandgerði í tvo vetur, annars hefur hann alltaf búið á Litlu-Ávík.
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið, ég þekki lítið annað,“ segir hann.

Út um eldhúsgluggannNorðurfjörður á Ströndum blasir við og stórkostlegur fjallahringurinn í kring.
Mynd: Heiða Helgadóttir

Í þorpið þrisvar á áriSiggi fer sjaldan af bæ. Hann fer til Hólmavíkur um það bil þrisvar á ári til að sinna ýmsu eins og viðhaldi á bílnum og þvílíkt. En til Reykjavíkur fer hann eins sjaldan og hann mögulega getur.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Síðustu sauðfjárbændurnir
Siggi er með 150 kindur núna og …
Athugasemdir