Siggi er meðal síðustu sauðfjárbændanna í Árneshreppi á Ströndum. Hann er 81 árs og býr í húsinu þar sem hann ólst upp. Hann hefur alltaf búið þar, fyrir utan tvo vetur. Heiða Helgadóttir ljósmyndari fylgdist með sauðburði hjá Sigga.
Á bænum Litlu-Ávík á Ströndum er nú sauðburður í fullum gangi.
Bóndinn á bænum, Sigursteinn Sveinbjörnsson, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, er 81 árs gamall og býr einn í húsinu sem hann ólst upp í, en hann tók við búinu af mömmu sinni og stjúpa. Siggi vann einu sinni í fiski í Sandgerði í tvo vetur, annars hefur hann alltaf búið á Litlu-Ávík.
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið, ég þekki lítið annað,“ segir hann.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir